1.11.06

Ekkifrétt vikunnar

John Kerry, fyrrverandi forsetaframbjóðandi Demókrata hefur orðið fyrir heiftarlegri gagnrýni hérna fyrir brandara sem hann sagði í Kaliforníu í gær. Þar var hann, að vanada, að gagnrýna forsetann og sagði svo þetta...

"You know education, if you make the most of it, you study hard, you do your homework, and you make an effort to be smart, you can do well. If you don’t, you get stuck in Iraq."

Það er margbúið að sýna þetta í sjónvarpinu og Repúlíkanar hafa gripið tækifærið og krafist þess að Kerry biðjist afsökunar. Að það sé algerlega óásættanlegt að hann skuli gera lítið úr Bandarískum hermönnum sem eru að fórna lífi sínu fyrir þjóðina. Málið er að Kerry var ekki að tala um hermenn - hann var að tala um forsetann. Hann var að reyna að gera grín að Bush og gefa í skyn að hann væri vitlaus. Eins og svo oft vill gerast, þá eru ummælin tekin úr samhengi. Það virðist samt engu máli skipta enda eru kosningar framundan.

No comments: