14.11.05

Frumbyggjar, hryðjuverkamenn og Monty Python

Ég er búinn að vera latur undanfarið við að skrifa en bæti hér með aðeins úr því.
Ein helsta ástæða leti minnar er sú að ég hef haft talsvert mikið að gera í vinnunni undanfarið. Ég er nú tímabundið kominn í nýjan hóp, þar sem við vinnum að málefnum frumbyggja. Ég vinn ný fyrir The Secretariat for the Permanent Forum on Indigenous Peoples. Það sem við gerum er að halda utan um þetta litla batterí sem kemur saman í tvær vikur á ári hverju í höfuðstöðvum SÞ. Ansi spennandi verkefni satt að segja, nóg af verkefnum og spennandi málefni sem eru afar pólitísk og viðvkæm. Hérna er linkur á vefsíðuna sem er frekar ljót en það stendur til bóta.

Dagurinn byrjaði snemma í morgun þar sem ég þurfti að vinna í co-opinu í morgun kl. 6. Meðlimir þurfa að vinna í 2.45 klst einu sinni á fjögurra vikna fresti til þess að fá að versla í búðinni sem er vel þess virði enda fær maður hvergi jafn góðan, hollan og ódýran mat. Þannig að ég var allavegana vel vaknaður þegar ég keypti mér Times á leiðinni í vinnuna en ég fann heldur betur fyrir blendnum tilfinningum þegar ég sá eina ljósmyndina á forsíðunni. Myndin er af konunni sem tók þátt í sjálfsmorðsárásunum í Jórdaníu í síðustu viku. Hennar bombur sprungu ekki þannig að hún lifði af og var handtekin um helgina og yfirvöld í Jórdaníu birtu myndir. Dóttir eins vinnifélaga míns var á einu hótelinu þarna og rétt slapp þannig að eg geri mér vel grein fyrir alvöru málsins. Hins vegar er ekki hægt að neita því að myndin af konugreyinu er alveg ferlega fyndin - allavegana fyrir þá sem kannast við Monty Python og þá sérstaklega myndina The Life of Brian, því þarna var hún komin, kerlingin maman hans Brian. Ekki satt? Þetta hlýtur að vera tvífari ársins.