7.2.06

Löng pása liðin

Það er talsvert síðan ég skrifaði hérna síðast. Ég veit vel að ansi fáir nenna að lesa það sem maður er að segja hérna, enda er tilgangurinn með þessum skrifum ekki endilega að koma hugmyndum eða skoðunum áleiðis til annarra. Eins og á sjálfsagt við um marga, er ég aðallega að þessu sjálfs míns vegna. Það er ágætis þerapía og andleg æfing að skrifa niður það sem maður hugsar.

Hérna í USA hefur verið mikið minna fjallað um teknimyndir Jyllandsposten en í Evrópu. Hér hafa menn meiri áhyggjur af Super Bowl, njósnastarfsemi yfirvalda, spillingu í Washington og svo náttúrulega hvað er að gerast með samband Brad og Angelina (sem er náttúrulega aðalatriðið). Svo þegar maður hélt að fólk hérna færi að fara alvöru áhuga á þessu öllu saman, og allt bendir til þess að ameríkanar fari alvarlega að hugsa um umheiminn og samskipti ólíkra menningarheima, þá tekur Dick Cheney upp á því að plaffa einn félaga sinn með haglabyssu! Það er varla hægt að gera grín að þessu. Þetta er bara brandari út af fyrir sig, og engin ástæða til þess að gera grín að brandara.

Hér var mikil snjókoma um síðustu helgi. Kyngdi alveg hreint niður úrkomu í svona sólahring eða svo. Við Kata fórum út að njóta veðursins, enda var þetta bara gaman. Fyrr í vikunni sáum við Sigur Rós spila sem var æðislegt. Langbesta hljómsveit í heimi!