10.11.06

Er Bolton næstur?

Það virðist líklegra með hverjum deginum að John Bolton fylgi í fótspor Donald Rumsfeld og verði næsta fórnarlamb kosningaúrslitanna. Bolton hefur verið afar umdeildur sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ. Hann er reyndar svo umdeildur að núverandi öldungadeild gat ekki einu sinni staðfest hann, en hann var settur í stöðuna tímabundið á meðan þingið var í fríi. Það er útilokað að nýkjörin öldungadeild staðfesti hann. Stjórnin er núna að reyna að ná fá hann staðfestan áður en nýkjörið þing kemur saman, en Lincoln Chafee fráfarandi öldungadeildarþingmaður frá Rhode Island segist ekki vera fylgjandi þeirri tilraun, samkvæmt frétt frá BBC.

Það verður forvitnilegt að sjá hvernig samskiptin á milli SÞ og Bandríkjanna þróast á nýju ári þegar Ban Ki Moon tekur við sem aðalritari og væntanlega nýr sendiherra Bandaríkjanna kominn til starfa.

No comments: