7.11.06

Kosið í dag

Þá er loksins komið að kosningadeginum. Catherine var að fara út til að kjósa á meðan ég sit hérna með kaffið og fer yfir helstu spár um kosningarnar. Hérna hjá okkur er þetta ekki mjög spennandi. Demókratar vinna þetta allt, nokkrun veginn. Elliot Spitzer verður fylkisstjóri (hann er reyndar afar spennandi kostur fyrir forsetaframboð eftir kannski átta ár eða svo), Hillary Clinton verður áfram fulltrúi okkar í öldungadeildinni og Demókratinn Yvette Clark verður fulltrúi okkar frá 11. kjördæmi New York fylkis í fulltrúadeildinni. Eina spennan hjá okkur er um Alan Hevesi sem er svokallaður Comptroller en hann er nokkurs konar fjármálaráðherra borgarinnar. Hevesi er demókrati og ætti að vera öruggur, en það komst upp nýlega að hann hefur látið starfsmenn borgarinnar vinna sem eikabílstjóra fyrir eiginkonu sína undanfarin ár. Aðrir demókratar hafa auðvitað forðast hann eins og heitan eldinn en hann heldur áfram að auglýsa.

Það verður spennandi að fylgjast með þessu. Ég er orðinn nokkuð viss um að demókratar nái nokkuð öruggum meirihluta í fulltrúadeildinni en öldingadeildin verður ábyggilega rosalega spennandi. Það gæti meira að segja farið þannig að báðir flokkar nái 50 sætum. Þá er það hinn heitt elskaði varaforseti, Dick Cheney sem hefur úrslitaáhrif í öldungadeildinni. Svo er það Joe Lieberman (fyrrum varaforsetaefni), sem var felldur í prófkjöri demókrata í Connecticut en virðist munu halda sæti sínu sem óháður frambjóðandi. Það væri rosalegt comeback fyrir hann að komast inn - sæti hans gæti meira að segja orðið munurinn á milli meirihluta og minnihluta fyrir fyrrverandi félaga hans í demókrataflokknum.

No comments: