2.11.06

Assif Mandvi

Ég er sannfærður um það að the Daily Show sé langbesta sjónvarpsefnið hérna. Ég er svo hrifinn af þættinum að hann er helsta ástæða þess að við gerðumst áskrifendur að kabalsjónvarpi nýlega, en þættirnir eru því miður á Comedy Central sem næst ekki í "venjulegu" sjónvarpi. Aðalmaðurinn á bak við þáttinn (sem er skopstæling af þessum dæmigerðu CNN fréttaspjallþáttum) er stjónrandinn John Stewart. Þó svo að Stewart sé helvíti góður, eru spekúlantarnir sem gera þáttinn jafn æðislegan og hann er. Daily Show er farið að minna mann á hvernig Saturday Night Live var hér áður fyrr - þáttur sem elur af sér hvern grínistann af öðrum sem gerir það svo gott annars staðar. Helsta mætti nefna Steven Colbert og Steve Carell.

Nýlega hefur Assif Mandvi verið að gera frábæra hluti í þættinum. Til dæmis var hann með fínt innlegg um aulabrandarann hjá Kerry og bar hann saman við brandara sem Bush og hans menn hafa sagt um Íraksstríðið. Það besta sem ég hef samt séð frá honum var samt þetta hér...

Kaldhæðnin er reyndar ekki sterkasta hlið Bandaríkjamanna og maður heyrir það að áhorfendum þykir óþægilegt að hlusta á þetta. Engu að síður frábært efni. Ég hlakka til þess að sjá meira frá Mandvi.

No comments: