25.11.06

Heimur batnandi fer (a.m.k. á Norður Írlandi)

Einkennilegar fréttir frá Norður Írlandi þar sem DUP flokkur Ian Paisley og Sinn Fein eru sífellt að komast nær því að geta hugsanlega unnið saman í ríkisstjórn. Sambandssinnar eru ennþá afar tregir til þess að vinna með lýðveldissinnunum frá Sinn Fein, mönnum eins og Gerry Adams og Martin McGuinnness, sem allir vita að voru lengi vel æðstu menn í írska lýðveldishernum. Nú hefur IRA hætt öllum látum og sambandssinnar hafa í raun engar afsakanir til þess að standa í vegi fyrir myndun ríkisstjórnar. Málið er bara að hatrið ristir ansi djúpt og mörgum sambandssinnum (þeir sem vilja viðhalda stöðu N. Írlands sem hluti af Stora Bretlandi) finnst það hið versta mál að vinna með kaþólsku óvinunum.

Einn þeirra sem er ekki nógu ánægður með stöðu mála er Michael Stone, en hann er vel þekkt fígúra á Norður Írlandi. Hann tók sig til í vikunni og mætti í Stormont (þar sem þing N. Írlands situr) með skammbyssu, hníf, bakpoka fullann af heimatilbúinum sprengjum og málningarbrúsa. Áður en hann æddi inn í þingsalinn sprayaði hann "Sinn Fein/IRA mur... " fyrir utan húsið. Tókst greinilega ekki alveg að klára þetta. Svo hendir hann bakpokanum inn í salinn, hrópar "No Surrender" og er festir sig svo í dyrunum á leiðinni út þar sem öryggisverðir ná honum. Þetta er í raun stórfyndinn atburður. Ekki síst vegna þess hvaða maður Michale Stone er.

Stone var og er sjálfsagt ennþá félagi í Ulster Defence Association (UDA) sem er eitt af hryðjuverkasamtökum sambandssinna. Árið 1988 mætti hann í útför þriggja IRA manna sem höfðu verið drepnir af Bretum á Gíbraltar og hóf að kasta handsprengjum á syrgjendur og skjóta svo á hópinn, sem elti hann uppi, náði honum og höfðu sjálfsagt drepið hann, hefðu breskir leyniþjónustumenn ekki komið á bíl og bjargað honum. Hann drap þrjá manns og særði sextíu til viðbótar og sat í fangelsi þar til friðarsamkomulagið var undirritað og öllum föngum selppt í kjölfarið. Hann hefur verið laus s.l. 6 ár.

Fyrir ekki svo löngu síðan hefðu þetta verið hræðilegar fréttir og lýðveldissinnar verið líklegir til þess að hefna sín fyrir tilraunina, en Stone var eflaust að reyna að drepa Adams, McGuinness og félaga. Nú er bara hæðst að Stone sem er greinilega einangraður og náttúrulega spinnegal. Menn hlæja bara að klaufalegri tilraun hans til að sleppa í gegnum "revolving" dyrnar. Siðblindir fantar eins og Stone voru áður fyrr voru álitnar hetjur og leiðtogar af mörgum innan samfélags síns, en eru nú miklu frekar fyrirlitnir og útskúfaðir. Heimur batnandi fer.

Youtube er náttúrulega með þetta allt saman. Hér er sjónvarpsfrétt um árásina frá 1988.
Og svo upptaka frá atburðinum í vikunni.

No comments: