15.11.06

Yfirlýsing Sameinuðu Þjóðanna um rétindi frumbyggja

Fyrr í sumar samþykkti nýstofað Mannréttindaráð Sameinuðu Þjóðanna Réttindayfirlýsingu Frumbyggja (Declaration on the Rights of Indigenous Peoples) og þessi yfirlýsing er nú til umræðu á yfirstandandi Allsherjarþingi. Líklega er góður meirihlugi aðildarríkja eru fylgjandi yfirlýsingunni sem hefur það hlutverk fyrst og fremst að leggja línurnar um hver réttindi frumbyggja eru og að vera yfirlýsing alþjóðasamfélagsins um réttindi sem ber að stefna að. Yfirlýsingar eru eins og leiðbeiningar, frekar en fyrirmæli. Yfirlýsingar hafa ekki lagalegt gildi eins og t.d. sáttmálar og aðildarríkin þurfa ekki að staðfesta yfirlýsingar á þjóðþingum sínum. Þekktasta yfirlýsingin af þessu tagi er náttúrulega Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu Þjóðanna, sem hefur einmitt ekki lagalegt gildi en hefur gífurlega mikilvægt siðferðislegt gildi.

Þessa dagana fara fram afar harðar umræður um Réttindayfirlýsingu Frumbyggja í Þriðju Nefnd Allsherjarþings. Aðildarríkin og fulltrúar frumbyggja hafa reyndar rætt og samið um orðalag yfirlýsingarinnar undanfarin 20 ár. Þessar samningaviðræður fóru fram undirnefnd Mannréttindanefndar SÞ í Genf, sem hefur nú verið lögð niður og Mannréttindaráð tekið við. Þetta er afar pólitískt málefni sem tengist annars vegar ógeðfelldri sögu og þjóðarmorðum á frumbyggjum og viðleitni til þess að leiðrétta söguleg mistök og hins vegar aðgang að landi, en frumbyggjar búa víðast hvar á landsvæðum þar sem náttúruauðlindir hafa ekki enn verið fullnýttar og því er oft um mikla hagsmuni að ræða.

Nokkur afar áhrifamikil aðildarríki eru andsnúin yfirlýsingunni. Þessi lönd eru Bandaríkin, Kanada, Ástralía, Nýja Sjáland og jafnvel Rússland auk nokkurra Afríkuríkja, t.d. Botswana. Það sem þessi lönd óttast eru hugsanleg áhrif sem yfirlýsingin gæti haft á innanríkismál þeirra, en yfirlýsingin inniheldur orðalag um sjálfsákvörðunarrétt frumbyggja. Sérstaklega eru þau ósátt með þriðju og fjórðu málsgreinar yfrrlýsingarinnar.

Article 3
Indigenous peoples have the right of self determination. By virtue of that right they freely determine their political status and freely pursue their economic, social and cultural development.

Article 4
Indigenous peoples, in exercising their right to self-determination, have the right to autonomy or self-government in matters relating to their internal and local affairs, as well as ways and means for financing their autonomous functions.

Það sem ríkin segjast óttast er að að orðalagið um sjálfákvörðunarrétt frumbyggja sé hrein og bein ógnun gagnvart ríkinu og að það geti haft alvarleg áhrif á deilumál innan landamæra þeirra en það eru einmitt fjödinn allur af yfirstandandi dómsmálum í gangi í þessum löndum þar sem frumbyggjar eru að berjast fyrir réttindum sínum og þá aðallega eignarhald á landi. Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart sem þekkir eitthvað um sögu þessara landa. Þá benda þessi ríki á að yfirlýsing um sérstök réttindi frumbyggja búi til tvenns konar þegna innan landa þeirra. Hvers vegna þarf sérstaka yfirlýsingu um réttindi frumbyggja fram yfir aðra hópa, spyrja þeir.

Aftur á móti eru nánast öll ríki mið og suður Ameríku fylgjandi yfirlýsingunni, auk Evrópulanda og flestra ríkja Asíu. Þá er fjöldinn allur af frjálsum félagastamtökum sem styðja yfirlýsinguna, þ.á.m. Amnesty International. Sem dæmi má nefna að Norðmenn og Finnar óttast ekki yfirlýsinguna og standa þétt með Sömum sem eru ansi virkir í alþjóðlegri réttindabaráttu frumbyggja. Þeir sem eru fylgjandi yfirlísingunni benda á að yfirlýsingin innihaldi engin ný réttindi sem eru ekki til í öðrum alþjóðasáttmálum eða yfirlýsingum. Þá sé orðalagið um sjálfsákvörðunarréttin ekki tilefni til ótta, enda vísar það til þess að frumbyggjar eigi að fá að ráða eigin málum, en ekki að þeir hafi frelsi til að stofna ný ríki. Þá er einnig orðalag í 46 málsgrein yfirlýsingarinnar sem er sett þar inn sérstaklega til að tryggja réttindi ríksins.

Article 46
1. Nothing in this Declaration may be interpreted as implying for any State, people, group or person any right to engage in any activity or to perform any act contrary to the Charter of the United Nations.
2. In the exercise of the rights enunciated in the present Declaration, human rights and fundamental freedoms of all shall be respected. The exercise of the rights set forth in this Declaration shall be subject only to such limitations as are determined by law, in accordance with international human rights obligations. Any such limitations shall be non-discriminatory and strictly necessary solely for the purpose of securing due recognition and respect for the rights and freedoms of others and for meeting the just and most compelling requirements of a democratic society.

Þau ríki sem styðja yfirlýsinguna segja að þetta orðalag tryggi aðildarríki fyrir því að frumbyggjar geti notfært sér yfirlýsingunu til að réttlæta sjálfstæðisbaráttu. Auk þess benda frumbyggjar sjálfir á að þeir hafi ekki nokkurn áhuga á stofnun eigin ríkja. Þeir vilji einfaldlega að réttindi þeirra séu virt.

Málið er í hnút núna og það eiga sér stað heilmiklar umræður og smaningar innan veggja Sameinuðu Þjóðanna. Ég veit ekki hvernig málið fer, en það gæti farið svo að samningaviræður um orðalag yfirlýsingarinnar verði opnaðar á ný. Það myndi nánast örugglega þýða að staðfesting yfirlýsingarinnar mynfi frestast um einhver ár. Þá er einnig möguleik á að kosið verði um yfirlýsinguna. Allsherjarþing forðast yfirleitt kosningar eins og heitan eldinn, enda hafa yfirlýsingar, eins og áður sagði, ekki lagalegt gildi, heldur aðeins siðferðislegt gildi. Þess vegna eru yfirlýsingarnar miklu sterkari ef allir eru sammála. Það er einmitt þess vegna sem orðalagið í svona textum er oft svo vandræðalegt og nánast ólæsilegt. Þegar orðalag er hreint og beint, og skorinort, má alltaf búast við því að eitthvert af 192 aðildarríjunum sé ósammála. Orðalag sem er óljóst og ómarkvisst geta ríkin hins vegar oftar sætt sig við.

Ég þarf að koma mér aftur að efninu. Þrðja nefnd heldur formlegan fund aftur á morgun og þá verður vonandi búið að leysa hnútinn. Ég er samt ekki allt of vongóður. Það er líklegt að þeir sem eru fylgjandi munu reyna að þrýsta á kosningu á meðan þeir sem eru andsnúnir munu beita einhverjum leiðum til að fresta málinu. Þá má ekki gleyma því að hér er stunduð alvöru realpolitik og allar alvöru ákvarðanir eru teknar á bak við luktar dyr. Það sem kemur fram á opnum fundum er oftast ekkert nema formsatriði. Þess vegna eru doplómatarnir núna að ræða þetta og væntanlega að mynda einhver bandalög. Stóra spurningin núna er hvort andstæðingar yfirlýsingarinnar hafi náð að mynda nógi stórt bandalag til að fella eða fresta samþykkt yfirlýsingarinnar. Þetta kemur í ljós á morgun eða hinn.

No comments: