8.11.06

Rumsfeld farinn

Maður þurfti ekki að bíða lengi eftir fyrstu áhrifunum. Donald Rumsfeld er farinn. Það kemur kannski ekki svo mikið á óvart, enda var maðurinn orðinn persónugerving íraksklúðursins.

Það er Rumsfeld sem hefur neitað að senda inn fleiri hermenn í Írak, enda passaði það ekki inn í kenningar hans um nútímahernað. Hann, eins og þessi stjórn, yfirleitt neitaði að horfast í augu við raunveruleikann þegar raunveruleikinn passaði ekki inn í hugmyndafræðina. Hugmyndafræði Rumsfeld byggir á því að nútímavæða Bandaríkjaher. Samkvæmt þessu á nútímaher að vera tiltölulega fámennur hópur vel þjálfaðra manna sem eru hreyfanlegir og beita nýjustu tækni þannig að baráttan fer að miklu leyti fram í fjarlægð - fjarstýrður hernaður. Þessar hugmyndir hafa ekki verið mjög vinsælar, hvorki á meðal hermanna né almennings, enda er það almennt talið að mun fleiri hermenn þurfi til að bæla niður uppreisnina þarna. Colin Powell var hefur til dæmis alltaf farið fram á mun fleiri hermenn væru sendir til Íraks. Til viðbótar, þá hefur stjórnunarstíll Rumsfelds gert hann ótrúlega óvinsælan innan varnarmálaráðuneytisins. Nýleg bók Bob Woodwards, lýsir Rumsfeld t.d. sem manni sem er bókstaflega hataður af nánast öllum samstarfsmönnum fyrir utan Bush og Cheney.

No comments: