9.11.06

Hvað varð um 9 millarða dollara?

Á meðan Bandaríkjamenn fóru með stjórnun Íraks, undir forystu Paul Bremer, tóku þeir m.a. 20 milljarða bandaríkjadollara sem voru í eigu írakska ríkisins. Þetta fé átti að að fara í það að kosta starfsemi ríkisins, og það er ekkert beinlínis óeðlilegt við það. Málið er hins vegar að 9 af þessum 20 milljörðum eru týndir. Það veit enginn hvert þeir fóru, og það sem merkilegast er - enginn neitar þessu, enginn efast um þessa staðhæfingu og um þetta hefur sáralítið verið fjallað. Kaldhæðnin við þetta er að þessir 20 milljarðar komu frá "oil for food" sjóðum íraka, en það var einmitt SÞ verkefnið sem Bandaríkjamenn kvörtuðu svo mikið yfir og notuðu til að gagnrýna Kofi Annan.

Ég trúi ekki öðru en að Demókratar munu krefjast rannsóknar á þessu.
Þessir týndu 9 milljarðar hafa ekki hlotið mikla athygli, en það má lesa um þetta hér, hér, hér og hér.

No comments: