9.11.06

Kaldhæðni

Ég var rétt að byrja á bók James Traub um Kofi Annan og SÞ. Bókin byjar ágætlega og ég hef þegar lært eitthvað nýtt.

Árið 1970 voru aðildarríki SÞ að velja sér nýjan Aðalritara sem átti að taka við af U. Thant. Norðurlöndin tefldu fram finnska diplómatanum Max Jakobsson og naut hann talsverðs stuðnings, meðal annars frá Bandaríkjamönnum. Þetta var náttúrulega í miðju kalda stríðinu og mikil spenna á milli USA og USSR. Sovétríkin beittu hins vegar neitunarvaldi sínu og felldu framboð Jakobssonar, sem nota bene var og er sósíalisti. Ástæðan sem Sovétmenn gáfu var sú að Jakobsson er gyðingur og að Arabaríki mynu aldrei sætta sig við hann sem aðalritara. Hver var svo niðurstaðan? Hvern gátu þjóðir heimsins sætt sig við, úr því að ekki mátti fá gyðing í starfið? Gamli nasistinn Kurt Waldheim var gerður að aðalritara og hann gengdi stöðunni næstu 10 árin.

No comments: