13.11.06

2.7 milljón króna kompa

Það var æðisleg frétt í Sunnudagsblaði NY Times í gær um hjón sem höfðu keypt sér pínulitla kompu (10x10 fet) á $38500 sem eru ca. 2.7 miljónir króna. Satt að segja veit ég ekki hvort er skrítnara - fasteignaverð á Manhattan, eða söfnunaráráttan sem fær fólk til þess að kaupa svo mikið drasl að það hefur aldrei pláss fyrir það. Þetta er heldur ekki neitt einsdæmi. Í íbúðarhúsum á Manhattan eru langir biðlistar eftir svona geymsluplássi, sem losnar ekki nema þegar fólk flytur eða deyr.

No comments: