21.11.06

Enn meiri kaldhæðni

Reuters fréttastofan segir í dag frá sex múslimaklerkum sem var bannað að fara um borð í flugvél í dag á leið frá Minnesota til Phoenix. Þeir voru handjárnaðir, leiddir út úr vélinni og yfirheyrðir. Að lokum var þeim sleppt, enda höfðu þeir ekkert gert af sér. Þeir höfðu hins vegar leyft sér að iðka trú sína og biðja til guðs síns áður en þeir fóru inn í vélina. Það var nóg til þess að flugstjóri sæi ástæðu til þess að krefjast þess að öryuggisverðir kæmu og fjarlægðu mennina eftir að þeir voru komnir um borð. Þetta kallast "suspicious activity" í dag.

Klerkarnir voru á leið heim eftir að hafa tekið þátt í þriggja daga ráðstefnu Norður Amerískra klerka sem fjallaði um að byggja brýr á milli Múslima og Bandarísks samfélags. Gangi þeim vel!

Það er ömurlegt hversu hrætt fólk er orðið og hversu algeng islamfofóbía er. Að sama skapi verður maður að spyrja hvort þessir klerkar séu veruleikafirrtir. Jafnvel þó svo að þeir séu bara að iðka trú sína, geta þeir ekki allavegana sleppt bænahaldi á flugvellinum? Maður þarf ekki að vera glöggur þjóðfélagsrýnir til þess að átta sig á að Bandaríkjamenn eru langt frá því að vera búnir að ná sér eftir 11. sept.

No comments: