Í dag unnu vitleysingar í New York sigur fyrir dómstólum þegar æðsti réttur NY fylkis komst að þeirri niðurstöðu að stjórnarskrá NY fylkis tryggi ekki endilega samkynhneigðum rétt til þess að giftast. Þess vegna er löggjafarvaldinu hérna heimilt að skilgreina hjúskap sem eingöngu á milli karmanns og konu. Ekki veit ég hvort það er sem fer meira í taugarnar á mér - fordómarnir gagnvart samkynheigðum eða það hvernig repúblíkanar beita þessu máli fyrir sér til þess að höfða til trúarofstækismanna hérna í þeirri von að fá atkvæði þeirra í kosningum í haust.
Það fara fram afar mikilvægar kosningar í haust og það er meira að segja dálítill möguleiki á því að repúblíkanara missi meirihluta sinn bæði í Congress og Senate (nenni ekki að þýða þetta). Sá möguleiki er reyndar ekki mikill, en samt nógu mikill til þess að gera stjórnmálin hérna spennandi á næstunni. Þetta er ekki síst merkilegt fyrir þær sakir að forsetinn hefur aldrei verið jafn óvinsæll og einmitt núna.
Hvernig bregðast þá ráðamenn við? Hlusta þeir á fólk sem er ósátt með stríðið í Írak, njósnir á borgurum innanlands, stanslausa spillingu í Washington DC, eða ömurlegt ástand í New Orleans. Ó nei. Þeir reyna bara að höfða til "the base" eða undirstöðufylgisins. "Hvað vill undirstöðufylgið?" spyrja þeir. Svarið er einfalt. Undirstöðufylgið er hrætt. Það er hrætt við innflytjendur, homma, fóstureyðingar, Sameinuðu Þjóðirnar og fólk sem vill skemma ameríska fána. Þess vegna eru endalausar umræður hérna um að hefta ólöglegan innfluting fólks (sem er reyndar bráðnauðsynlegur fyrir efnahagslífið), koma í veg fyrir hjúskap samkynhneigðra, banna allar fóstureyðingar, hætta í SÞ og breyta sjálfri stjórnarskránni til þess að vernda alla ameríska fána.
Auðvitað mun sáralítið breytast. Stjórnarskránni verður ekki breytt, fóstureyðingar verða áfram leyfilegar, það stendur eingöngu til þess að koma á umbótum innan SÞ (sem er svosum í fínu lagi) og ólöglegir innflytjendur munu halda áfram að streyma hingað inn á meðan það er eftirspurn eftir þeim hérna. Það eina sem stendur eftir er að þeim er að takast að traðka aðeins á réttindum homma og lesbía. Allt þjónar þetta einum tilgangi. Að gera íhaldssinnaða trúarofstækismenn nógu reiða og hrædda til þess að mæta á kjörstað og kjósa repúblíkana. Það tókst í síðustu forsetakosningum, og gæti vel tekist aftur.
6.7.06
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Takk fyrir góðan pistil.
Þetta eru orð í tíma töluð. Ég held að öllu friðelskandi fólki í heiminum sé löngu farið að ofbjóða yfirgangurinn í þeirri ríkisstjórn sem nú fer með völd í BNA og hafa áhyggjur af þróun mála þar. Vonandi fer þessari ógnarstjórn að linna. Ég veit samt ekki hversu mikið það hefur að segja þó það tækist að fella hana, því hin uggvænlega þróun í þessu risveldi mammons virðist óstöðvandi.
Sonur minn er búinn að fara í tvígang vestur nú í vor og segist á ýmsan veg hafa fundið glögglega fyrir einhvers konar fasisma, þó svo hann hafi ekki stoppað lengi.
Ég hitti í fyrra ameríkana sem var hér á ferðalagi sem skammaðist sín fyrir að viðurkenna að hann væri bandarískur þegn; reyndar var viðkomandi kannski ekki "vaskeægte", þar sem hann var uppalinn á Hawai, hann var að spá í að flytja hingað og komast aftur á litla eyju lengst úti í hafi.
Kveðja, Greta saumakona - eða þannig
Það er alveg með ólíkindum hvað ameríkanar eru slappir að sjá skóginn í eigin augum, þegar þeir eru að prédika um lýðræði og mannréttindi á öllum öðrum stöðum í heiminum... :/ Skuggaleg þróun..
Helga
Post a Comment