25.7.06

Nýr aðalritari SÞ

Kofi Annan lætur af störfum sem aðalritari Sameinuðu Þjóðanna á þessu ári eftir að seinna kjörtímabili hans lýkur um næstu áramót. Hann var lengi vel nokkuð vel liðinn en hefur undanfarin 2-3 ár sætt talsverðri gagnrýni, ekki síst frá Bandaríkjamönnum. Ástæður þess eru margar og vel þekktar. Ég ætla ekki að fara yfir feril hans hérna, enda skortir mig algerlega yfirsýn og reynslu til þess. Ég get hins vegar sagt það að þessi síðustu tvö ár hafa ekki bara verið erfið fyrir æsta starfsmann SÞ, heldur einnig fyrir stóran hluta starfsmanna hérna. Andrúmsloftið hérna er alls ekki nógu gott. Það vita það allir að stofnunin þarfnast verulegra umbóta og fyrirhugaðar umbætur munu ráða miklu um hver það verður sem tekur við af Annan.

Einmitt þessa dagana er lokasprettur hinnar einkennilegu kosningabáráttu um næsta aðalritara að fara fram, og það eru fjórir menn (allt karlmenn auðvitað!) í framboði. Á pappírnum er það afar einfalt hvernig valið fer fram. Öryggisráðið kemur sér saman um að mæla með einni manneskju sem Allsherjarþing kýs svo um. Í reynd er þetta afar flókið ferli sem virðist fara að mestu leyti á bak við tjöldin, þar sem þau fimm ríki sem fara með neitunarvald í Öryggisráðinu stjórna ferðinni.

Asíumenn gera tilkall til næsta aðalritara og allir þeir fjórir sem hafa verið formlega tilnefndir eru þaðan, en þeir eru Ban Ji Moon (S-Kórea), Jayantha Dhanapala (Sri Lanka), Surakiart Sathirathai (Tæland) og Shashi Tharoor (Indland). Síðustu aðalritarar hafa verið frá Afríku (Annan, Boutros Ghali) og S-Ameríku (de Cuellar), og eini Asíumaðurinn sem gengt hefur embættinu er U Thant en það eru 35 ár síðan hann læt af störfum. Þess vegna segja Asíumenn að eðlilegt sé að næsti aðalritari komi þaðan. Til þessa hafa önnur aðildarríki ekki mótmælt þessu, þó svo að margir lýsi því yfir að réttast sé að velja til starfsins besta manninn eða konuna óviðkomandi upprunalandi.

Það er nú ekki líklegt að Allsherjarþing fari að velja aðalritara SÞ óviðkomandi upprunalandi, eða bara út frá hæfni. Til dæmis er hefð fyrir því að aðalritarinn sé ekki frá neinu af þeim fimm ríkjum sem fara með neituarvald í öruyggisráðinu. Þess vegna koma til dæmis Bill Clinton og Tony Blair varla til greina, þó svo að oft sé minnst á þá, sérstaklega þann fyrrnefnda. Reyndar hafa allir aðalritarar til þessa komið frá frekar smáum og valdalitlum ríkjum, sem engum stafar veruleg ógn af. Þess vegna er til dæmis ólíklegt að næsti aðalritari muni koma frá Indlandi eða Pakistan.

Nú í vikunni fór fram hálfgerð vinsældarkosning í Öryggisráðinu um þessa fjóra menn sem eru í framboði. Öll 15 ríkin í Öruggisráðinu gáfu til kynna hvort þau hefðu jákvæða, neikvæða eða hlutlausa afstöðu gagnvart hverjum frambjóðanda og þar kom hinn Kóreski Ban best út. Tharoor kom einnig vel út, en hinir tveir munu þurfa að endurmeta stöðu sína. Annars má fastlega búast við því að ný nöfn munu bætast inn í myndina á næstunni. Sjálfur myndi ég veðja á núverandi framkvæmdastjóra Þróunaráætlunar SÞ, Kemal Dervis í djobbið. Hann er tyrkneskur, vil liðinn og það er margt sem mælir með því að fá mann sem þekkir vel til Mið Austurlanda. Það er einmitt þannig sem Tyrkir presentera sig oft í alþjóða samstarfi - sem nokkurs konar brú á milli Vesturlanda og Austulanda enda er margt til í því. Sjáum til.

Hér eru svo að lokum tvær síður sem fjalla um þetta mál.
Who will be the next UN Secretary General?
Chapter 15

2 comments:

Anonymous said...

Þetta er gagnlegt, er að vísu í sumarfríi en ég þyrfti að skrifa eitthvað um þessi efni. Skrifaði reyndar eina grein mjög snemma í ferlinu, ég sé að Ramos-Horta er út úr myndinni. Spurning með Dervis, man eftir að hafa lesið spekúlasjón um hann annars staðar fyrir þó nokkru. Hann skilgreinist jú sem Asíumaður.
davidlogi.blog.is

Broddi Sigurðarson said...

Þú getur byrjað að undirbúa texta, enda mun held ég það séu kannski tveir mánuðir þar til lokaniðurstaða næst. Sjálfsagt koma fram nýjir kandídatar á næstunni.