Það sem mér finnst svo flott við þetta er hverning tæknin hefur auðveldað fólki að gera hlutina sjálft. Tæknin hefur fært þetta allt nær okkur. Það kostar orðið sáralítinn pening að framleiða stuttmynd eða plötu. Svo er heill hellingur af vefsvæðum þar sem fólk hefur möguleika á að koma vinnu sinni áleiðis. Stundum eru undirtektirnar ótrúlegar. Sem dæmi nefnir WSJ, íslenska ljósmyndarann, Rebekku sem er með eina af vinsælustu síðunum á flickr. Samkvæmt greininni hefur Toyota beðið hana um að taka myndir fyrir sig. Myndin sem fylgir færslunni er "stolin" af hennar síðu. Annað svona dæmi er hljómsveitin Clap Your Hands Say Yeah, sem framleiddu og gáfu sjálfir út plötuna sína, kynntu hana á myspace og urðu svo vinsælir í kjölfar þess að pitchforkmedia og fleiri vefrit gáfu þeim góða dóma.Vonandi er þetta bara rétt byrjunin.

No comments:
Post a Comment