28.7.06

Fáfræði

Helmingur Bandaríkjamanna trúir því að Írakar hafi haft gereyðingarvopn þegar Íraksstríðið hófst á meðan 64% telja að það hafi verið sterk tengsl á milli Saddam Hussein og Al Qaeda. Þetta kemur fram í The Harris Poll sem birtist í síðustu viku. Þá segja 76% aðspurðra að Írakar hafi það betra núna en undir stjórn Husseins.

Hvernig er þetta hægt?

Flestir þeir útlendingar sem ég þekki hérna kvarta mikið undan Bandarískum fjölmiðlum og segjast hafa haft miklu betri aðgang að upplýsingum í heimalandi sínu, að fréttir hérna séu slæmar, hlutdrægar og fjalli um lítið annað en Bandaríkjamenn í stríði (erlendar fréttir) og glæpi (local fréttir). Ég held satt að fólk sé þá aðallega að tala um sjónvarpsfréttir hérna, sem eru vissulega afar takmarkaðar. Að maður minnist ekki á miðla eins og Fox News! Aftur á móti fer fram ansi góð blaðamennska á stóru dagblöðunum, eins og New York Times, Washington Post, Wall Street Journal eða LA Times. Til viðbótar er National Public Radio (sem fær bæði opinbert fé og frjáls framlög) þrælgóður fréttamiðill. Ég hlusta til dæmis alltaf á NPR á morgnana. Svo er auðvitað fullt af fínum Bandarískum netmiðlum.

Því miður, fylgjast allt of fáir með þesum miðlum og margir treysta á menn eins og Rush Limbaugh eða Bill O´Reilly til þess að fræðast um hvað er að gerast, á meðan stóru sjónvarpsfréttastofur NBC, CBS og ABC hafa verið að draga saman seglin. Risarnir þrír hafa misst áhorfendur til cable sjónvarpsstöðva sem hefur leitt til þess að fréttamesnska þeirra stjórnast meira af því að höfða til áhorfenda en að miðla upplýsingum. Aðalatriðið er að ná auglýsingatekjur - annars fara menn á hausinn. Ted Koppel, fyrrverandi fréttamaður á ABC hefur talsvert fjallað um hnignun sjónvarpsfrétta. Þetta sagði hann til dæmis í pistli sem birtist í New York Times fyrir ekki svo löngu síðan.

When the Federal Communications Commission was still perceived to have teeth ... network owners nurtured their news divisions, encouraged them to tackle serious issues, cultivated them as shields to be brandished before Congressional committees whenever questions were raised about the quality of entertainment programs and the vast sums earned by those programs...

The goal for the traditional broadcast networks now is to identify those segments of the audience considered most desirable by the advertising community and then to cater to them. Most television news programs are therefore designed to satisfy the perceived appetites of our audiences...


Indeed, in television news these days, the programs are being shaped to attract, most particularly, 18-to-34-year-old viewers. They, in turn, are presumed to be partly brain-dead -- though not so insensible as to be unmoved by the blandishments of sponsors...


No television news executive is likely to acknowledge indifference to major events overseas or in our nation's capital, but he may, on occasion, concede that the viewers don't care, and therein lies the essential malignancy.

Til viðbótar þá virðast féttamenn oft telja sig þurfa að gera grein fyrir "báðum hliðum málsins" þar sem staðreyndum er stundum gert janf hátt undir höfði og tilhæfulausum fullyrðingum. Þetta er til dæmis galdurinn á bak við áhrif Fox News, en slagorð þeirra er "Fair and Balanced". Þannig sjá áhorfendur þeirra, til dæmis bæði viðtöl við fólk sem segir að Hussein hafi verið í slagtogi með Al Qaeda og svo í öðrum sem segja að ekkert hafi komið fram sem styðji þá fullyrðingu. Að lokum endurtekur þáttarstjórnandinn alltaf sömu klisjuna "We Report. You Decide."

Niðurstöður þessarar könnunar hér að ofan koma því miður ekki mikið á ovart.

No comments: