21.7.06

Föstudagsfílingur

Það er ekki oft sem ég verð eirðarlaus hérna í vinnunni og langar bara beint heim. Nenni ekki að vinna. Get ekki beðið eftir helginni. Yfirleitt hef ég það mikið að gera að ég er ekkert að flýta mér heim eða finna fyrir eirðarleysi. Núna líður mér eins og ég sé aftur kominn í skólann og get ekki beðið eftir því að skólinn sé búinn. Það er að koma helgi. Reyndar byrjar þetta ekkert allt of vel. Hér eru þrumur og eldingar og helli helli demba. Þetta þrumuveður hefur staðið yfir núna í þrjá tíma og virðist ekkert ætla að hætta.

Einn sá allra latasti hérna á skrifstofunni var að labba hérna fram hjá. Hann lætur rigninguna ekki stoppa sig. Ég sver það, hann fer alltaf heim á sama tíma. Það er eins og hann hafi ekkert að gera og fari bara heim þegar hann er búinn að uppfylla kröfur um lágmarks viðveru hérna. Mig grunar reyndar að hann geri reyndar andskotann ekki neitt, fyrir utan smá vinnu sem þarf að sinna á háannatíma. Meira að segja þá, lætur hann aðra um að vinna fyrir sig. Þá er alltaf lokað inn á skrifstofuna hjá honum. Alltaf. Þegar starfsólk hérna kjaftar saman, þá koma alltaf upp einhverjar sögur um svona lið, enda er dágóður slatti af fólki hérna sem er á þessu róli. Þetta fólk er kallað "deadwood" hérna og eitt af mikilvægustu málefnunum í umbótunum á SÞ er einmitt að finna leiðir til að losa stofnunina við þessa starfsmenn sem eru ekkert nema byrðar. Meira um þetta síðar.

Katla er að koma í heimsókn og ég hlakka til þess að sýna henni borgina. Góða helgi.

No comments: