7.7.06

Á leið til Shenandoah

Við ætlum í stuttan vikutúr til Virgina að ganga á fjöll og kynnast menningu innfæddra. Ég get ekki sagt að ég þekki mikið til suðurríkjanna hérna. Maður er náttúrulega uppfullur af fordómum gagnvart þeim sem þar búa, en ég hlýt að geta haft stórn á sjálfum mér og notið þess að vera í fríi. Reyndar er ég ekki viss um að þetta séu fordómar í mér. Það voru nú einu sinni suðurríkin sem börðust fyrir "rétti" sínum til að þræla og enn þann dag í dag eru afturhaldsöflin ríkjandi í þessum hluta landsins. En úr því ég gat látið ér líða vel innan um hatrið og ofstopann í Belfast, þá hlýt ég að finna fullt af hlutum sem eru fínir við suðurríkjamenninguna. Getur ekki annað verið. Svo er maður að þessu til að komast út úr stórborginni í náttúru, og Shenandoah á að vera fallegur garður. Þetta er áframhald af þeirri ákvörðun minni að prófa allavegana einn nýjan þjóðgarð á hverju ári á meðan ég bý hérna. Ég skelli inn lýsingu af garðinum og ferðinni eftir rúma viku þegar ég er kominn heim aftur til Brooklyn.

1 comment:

Helga F said...

Gaman að lesa bloggið þitt; synd að hafa misst af ykkur á Íslandi, en ég er einmitt fyrir norðan núna og verð hér á Klakanum í 2 vikur í viðbót. Gott veður, en því miður er enginn í Sumarhúsum akkúrat núna. Vona að við eigum eftir að vera hér samtímis fyrir fertugt! ;)
klem, Helga