Í dag kom út grein á hennar vegum um jógamottur í æfingasölum og hversu skítugar þessar mottur verða og hættuna á því að þær beri smit á milli berfættra heilsudýrkenda sem stunda jóga. Þessi grein er nú vinsælasta greinin á nytimes síðunni þannig að Catherine er og má vera stolt. Ég er auðvitað stoltur af henni líka. Ég hefði bara viljað að hún hefði skrifað greinina sjálf, enda var þetta hennar eigin hugmynd. Það hefði hjálpað henni að skapa sér enn frekar nafn í blaðamannheiminum hérna. Henni gengur samt prýðilega.Djöfull hefði maður átt að kaupa sér hlutabréf í fyrirtækjum sem framleiða jógamottur, því í kjölfar þessarar greinar er alveg pottþétt að annar hver jóga iðkandi í USA mun kaupa sér sína eigin mottu. Ég segi þetta í gríni náttúrulega. Maður á ekki að notfæra sér slíka aðstöðu. Held líka að það sé ábyggilega eitthvað í siðareglum blaðamanna sem bannar slíka tegund af innherjaviðskiptum.

2 comments:
Hmm, já...þetta hefur maður nú stundum spáð í smástund í byrjun og enda jógatíma, en síðan slævt heilasellurnar aftur sem skjótast...
Í laugardagsblaði Moggans í gær (6 ágúst) var grein um jógamottur og húðsýkingar. Ætli það sé tilviljun?
Post a Comment