31.7.06

Sjónvarpsgláp

Við hjónin erum áskrifendur að netflix, sem virkar þannig að við leigjum dvd í gegnum póstinn. Við borgum fast verð í hverjum mánuði og erum því alltaf með eitthvað í gangi. Þetta er fín leið til að horfa á sjónvarpsþætti sem við höfum misst af, eins og Six Feet Under eða Sopranos, sem eru báðir framleiddir af HBO sem við náum ekki.

Þessa dagana erum við að horfa á þriðja síson af West Wing, sem eru um forseta Bandaríkjanna, nánustu aðstoðarmenn hans og þau málefni sem berast á borð þeirra. Þessir þættir fara í taugarnar á mörgum Evrópubúum sem finnst allt of mikið af Amerískri þjóðernishyggju og hvernig bandaríska framkvæmdavaldið er persenterað svo hreint og tiltölulega saklaust. Aðrir kvarta yfir því hvernig Repúblíkanar eru gerðir næstum því alltaf að vondu köllunum. Þessir þættir fara í taugarnar á mörgum og þar var ég ekkert undanskilinn. Samt fannst mér, og finnst enn gaman af því að horfa á pólitískt drama.

Sérstaklega fór ég að hafa gaman að þeim, þegar ég las viðtal við framleiðanda þáttanna, sem segir að fyrst og fremst séu þættirnir tilraun til þess að ímynda sér hvernig Bandaríkjunum gæti verið stjórnað bara ef fólk kysi menn sem eru vel menntaðir og vilja vinna af heilindum við að þjóna almenningi. Þetta eru svona "What if...?" þættir. Hvernig gæti heimurinn og Bandarísk stjórnvöld verið ef núverandi valdamenn hefðu ekki komist til valda. Það er ekki endilega verið að fegra Bandarísk stjórnvöld, heldur er þetta hrein og klár ádeila.

Hinir þættirnir sem við höfum verið að horfa á eru líka hálfgerðir "What if...?" þættir, en af allt öðrum toga. Þetta er Curb Your Enthusiasm, með Larry David í aðalhlutverki. Hann leikur sjálfan sig, en hann maðurinn á bak við Seinfeld þættina. Hann er núna forríkur og býr í Los Angeles, ásamt afar þolinmóðri eiginkonu. Þættirnir snúast allir í kring um það hversu leiðinglegur og klaufalegur Larry getur verið. Honum tekst undantekningalust að móðga nánast alla sem á vegi hans verða, og út á það ganga þættirnir. Einhversstaðar heyrði ég viðtal við Larry David, þar sem hann lýsir þessu þannig að hann í þáttunum segir upphátt það sem hann sjálfur myndi aldrei þora að segja í alvörunni. Einn af uppáhaldsþáttunum mínum í þessari seríu er þegar Larry David býður tveimur Survivors í heimsókn (hann er að reyna að gera Rabbía greiða). Annar var þáttakandi í raunveruleikasjónvarpi, en hinn var Gyðingur sem lifði af helförina. Þeir enda með því að rífast um það hvor Survivor-inn hafi gengið í gegnum erfiðari lífsreynslu.

Allt ber þetta með sér afar raunverulegan blæ, enda er David, auk margra annarra leikara í þáttunum að leika sjálfa sig, eða réttara sagt útgáfu af sjálfum sér. Úrkoman er yfirleitt óttalega vandræðaleg og ferlega fyndin. Minnir mann helst á The Office sem ég held að séu fyndnustu sjónvarpsþættir sem nokkru sinni hafa verið framleiddir. Á það sameginlegt með Office að yfirleitt eru það karlmenn sem hafa gaman að þessu á meðan konur sem horfa á verða yfirleitt pirraðar.

No comments: