20.7.06

Öfgar

Alveg er það ömurlegt sem er að gerast í Líbanon og Ísrael þessa dagana. Eins og við er að búast er almennur og mikill stuðningur við Ísraelsmenn hérna í Bandaríkjunum. Vissulega birtast fréttir af eyðileggingunni í Líbanon, en það er eins þessar sprengjuárásir þyki sjálfsagðar og eðlilegar. Það eina sem nálgast gagnrýni á Ísraela eru spurningar um hvort spregjárásirnar séu óhóflega harkaleg viðbrögð árásum Hezbollah. New York Times birtu til dæmis grein undir fyrirsögninni "With Israeli Use of Force, Debate Over Proportion". Þar gekk blaðið ekki lengra en svo en að segja frá því að deilt væri um það hvort árásir Ísraela á Líbani væru úr samhengi við árásir Hezbollah. Að Ísraelar sýni of mikla hörku. Stuðningsmenn Ísraela benda réttilega á að það sé út í hött að velta sér upp úr slíkum samaburði. Það sé ekki hægt að krefjast þess að Ísraelar verji sig og borgara sína í einhverju hernaðarlegu samhengi við árásir Hezbollah. Það sé eðlilegt að Ísraelsk stjórnvöld beiti öllum brögðum til að vernda Ísraelska borgara. Ekki ætla ég að dæma um það, enda hef ég aldrei orðið fyrir sprengjuárás.

Hins vegar saknar maður einnar grundvallarspurningar í umræðunni. Í stað þess að velta því fyrir sér hvort Ísraelar hafi rétt á því að demba sprengjum yfir Líbanon, eða hvort sprengjurnar séu of margar, mætti velta því fyrir sér hvort það sé yfirleitt skynsamlegt að gera það. Hverjum gagnast slíkar árásir? Hver hefur hag af þessari eyðileggingu? Það er augljóst að þetta þjónar ekki hagsmunum Líbansks almennings. Ég efa það líka að Ísraelskur almenningur muni njóta frekari öryggis í kjölfar þessara árása, þar sem þessi átök munu líklega leiða til enn frekari árása hryðjuverkamanna innan Ísrael. Einhvernveginn held ég að fréttamyndir af Beirut þar sem heilu hverfin eru í rúst, hundruðir manna fallnir og yfir hálf milljón manna á flótta gætu leitt til þess að enn fleiri bætist við í hópa íslamskra öfgamanna. Sprengjurásirnar hafa víst þann tilgang að uppræta Hezbollah, en gamaldagas hernaðaraðgerðir eins og loftárásir vikra sjaldan gegn skæruliðum. Líkelga var þetta nákvæmlega tilgnagur Hezbollah manna. Þeir virðast hafa verið að fiska eftir þessum hörðu viðbrögðum frá Ísraelsstjórn. Það eru fyrst og fermst almennir borgarar sem þjást. Að sama sakpi eru það líklega öfgamenn innan Ísrael sem hagnast mest á þessum ósköpum (ásamt íslömskum öfgamönnum um víða veröld). Til dæmis geta landnemar á Vesturbakkanum geta nú andað léttar, enda eru hverfandi líkur á að samið verði Palestínumenn um herteknu svæðin á næstunni. Það verða sjálfsagt engir samningar gerðir á meðan Hamas er í stjórn Þegar átök brjótast út eru það oftast öfgahópar beggja megin sem hagnast hvað mest á meðan hófsamar raddir heyrast varla. Þetta er ömurlegt ástand.

2 comments:

Anonymous said...

Hverjum gagnast slíkar árásir? Ef til vill þeim sem þurfa að þola eldflaugaárásir Hizbollah á norðurhluta Ísrael. Og ef til vill gagnast þær þeim Líbönum sem óska einskis meir en að ályktun öryggisráðsins nr. 1559 verði framfylgt - af einhverjum.

Broddi Sigurðarson said...

Um þetta deila menn. Hvort hefðbundnar hernaðaraðgerðir duga til þess að uppræta hryðjuverkahópa og koma í veg fyrir frekari hryðjuverk. Mig grunar að núverandi ófriður muni ekki bæta líf fólks í norðurhluta Ísrael og mun heldur ekki verða til þess að ályktun 1559 verði framfylt. Þessi ályktun fjallar aðallega um sjálfræði Líbanon og mikilvægi þess að erlend herlið (Sýrlendingar) fari á brott og aðrar hersveitir (m.a. Hezbollah) leggji frá sér vopn. Nú er annað erlent herlið í landinu, sjálfræði landsins vanvirt og hryðjuverkahópar ólíklegir til þess að afvopnast. Ég sé ekki fram á að þessari ályktun verði framfylgt á næstunni.