8.8.05

King´s Canyon

Ofsalega er gott að komast burt út úr borginni. Við fórum í síðustu viku í vikuferðalag þar sem við gengum um gil, dali og fjöll í King´s Canyon í Kalíforníu. Í túrnum voru ég, Kata og svo hjónin Preston og Linda sem eru bæði læknar. Við tjölduðum í 6 nætur og satt að segja vorum við orðin soldið þreytt, skítug og aum undir restina. Sumir voru með blöðrur á hælum, aðrir pirraðir á skítnum eða aumir í hnjám, en ekki ég. Það eina sem amaði að mér voru tugir á tugi ofan ad mosquito bitum. Helvítis flugurnar voru ferlega ágengar og ég ýkji ekki þegar ég segist hafa bætt við mig ca. 20 bitum á hverjum degi, þessa 6 daga. Sem betur fer var maður svo upptekinn við að njóta útiverunnar og bera 20 kílóa bakpokann að mann klæjaði sáralítið.

Þetta var semsagt yndislegur túr. Náttúrufegurðin var stórfengleg og þá eru trén lang minnisstæðust. Það voru ekki bara sequoia trén (sem eru stærstu tré í heimi) heldur voru skógarnir fullir af risastórum fallegum trjám. Ég sá ekki mikið af merkilegum fuglum, sá enga brini en rakst þó á sæmilega stóran skröltorm sem hristi á sér skottið þannig að maður heyrði til. Við byrjuðum ferðina á frekar auðveldum göngutúr upp Paradise Valley og við gengum upp hálfan dalinn á fyrsta deginum. Annar dagurinn var trúlega sá erfiðasti, en þá gengum við áfram í helvíti miklum hita og ég fann alveg hvernig sólin dró úr manni styrkinn, enda vorum við sífellt að ganga upp í mótið og trjám fór að fækka og því vorum við meira og meira undir berum himni. Við náðum þessu þó á endanum en við gengum ekki nema hálfan daginn, enda er ekkert vit að labba þarna um miðjan daginn. Venjulega vöknuðum við kl. 6 og gengum svo til 1-2. Eftir það hvíldum við okkur í skugganum og skðuðum svæðið. Förinni var heitið til Rae Lakes, sem eru fjöll í ca. 3000 m hæð yfir sjáfarmáli, en við hófum gönguna í 1400 m. Við gistum við Rae vötn í tvær nætur áður en við héldum áfram upp í 3600 m. hæð og svo heim.

Þegar við vorum svo búin með göngutúrinn ákváðum við að kíkja á Sequoia garðinn og sjá stærstu trén í heimi. Við höfðum reyndar séð fullt af sequia trjám á leiðinni sem voru alveg hreint ferlega stór, en samt ekkert í samanburði við það sem beið okkar. Þessi tré voru alveg hreint mögnuð. Þangað á maður að fara með börn. Mikið hefði maður haft gaman af því að hafa komið þangað þegar maður var svona 8-12 ára.

1 comment:

Gunnhildur said...

hallo hallo eg er ut a portugal i utskriftarfer, voda gaman og thad fer bara ad styttast i ad eg komi til ykkar