19.8.05

Frústrasjón

Það var frekar frústrerandi dagur í vinnunni í dag. Ég hafði eytt ca. 2 dögum í síðustu viku í að laga powerpoint kynningu á nýju skýrslunni okkar. Þessar breytingar voru nauðsynlegar, enda var þessi kynning sem á að fjalla um ójöfnuð í heiminum, uppfull af hallærislegu clipart drasli, fáránlegum fiffum, þar sem textinn hoppaði út um allt á skjánum og svo endalausum myndum sem þæ höfðu fundið á netinu af fátæku fólki. Þetta var hreinasta hörmung. Þær höfðu farið í eina allsherjar powerpoint orgíu, sem gerist stundum þegar fólk fær að setja eitthvað svona saman, en hefur engan skilning á því hver tilgangurinn er með slíkum sýningum. Það var meira að segja alls konar hljóð sem fylgdu með! Trommusláttur... zooom! bamm! plobbs! í umfjöllun um fátækt, óréttlæti og atvinnuleysi. Ég var frekar ósáttur, og náði því fram að breyta þessu, en svo fór í gær að tveir vinnufélagar mínir komust aftur í showið og breyttu. Þetta er aftur orðið að....ég ætti að fara varlega í að tala um vinnufélaga mína á netinu. Það á svo að frumflytja kynninguna fyrir restina af fólkinu í deildinni. Maður heldur baráttunni áfram...Ég þarf að skipta um umræðuefni og hugsa um eitthvað annað.

Það er alltaf gaman að brosa og sem betur fer er netið alltaf vinur manns. Hér er
yndisleg/hræðileg síða, þar sem spáð er í spilin hver verður næsta fræga manneskjan til að deyja, eða rétara sagt, hversu líklegt er að viðkomandi látist á árinu. Að sjálfsögðu var síðasti páfinn efstur á lista í byrjun þessa árs, en það er vel þess virði að kíkja aðeins á síðuna. Það er ótrúlegt hversu margir þarna á síðunni eru ennþá lifandi, sem maður hefði annars haldið að væru örugglega haldnir á leið feðra sinna. Þessi eru til dæmis ennþá lifandi: Simon Wiesenthal, Claude Levi-Strauss og Richard Pryor. Ég var alveg viss um að Pryor væri dáinn. Ég hefði getað svarið það. Jafnvel þótt fólki þyki þetta ósmekklegt að búa til slíkan lista þá er það allavegana nauðsynlegt að kíkja á myndina af Jóhannesi Páli heitnum.

No comments: