15.8.05

Ég um mig frá mér til mín

Netið er fullt af allskonar prófum og leikjum þar sem fólk getur endalaust verið að rýna í sjált sig. Yfirleitt er þetta saklaust gaman en satt að segja er dálítið hvimleitt hversu endalaust menning okkar hvetur einstaklingana til þess að vera meira og meira uppteknir af sjálfum sér. Hvernig get ég bætt sjálfan mig? Hvernig get ég grætt meiri peninga? Hvernig get ég látið sjálfum mér líða betur...fengið flottari brjóst eða six pack? Það eru stórar self-help hillur í öllum bókabúðum hérna. Ég man ekki til þess að hfa séð help-others hillu neins staðar. Vestræn samfélög og alþjóðavædda poppmenning okkar er alveg hreint ótrúlega sjálfhverf. Kannski er þetta vegna þess að við erum orðin of rík? Höfum of mikið á milli handanna og nægan tíma til að velta okkur upp úr alls konar kjaftæði. Ég veit ekki... Ég rakst semsagt á þessa litlu síðu um daginn. Þarna er pínkulítið sjálfspróf þar sem maður setur inn árstekjur sínar og fær svo að bera sig saman við restina af mannkyni. Þörf áminning fyrir okkur litla auðuga mitnnihlua mannkyns. Þetta tekur enga stund.

No comments: