23.8.05

Er þetta kristilegt?

Á meðan Bretar eru (réttilega) að reka geðveika klerka úr landinu fyrir að boða hatur og hvetja til ofbeldis er annað uppi á teningum hérna megin Atlantshafsins. Einn aðal klerkur hægri öfgamanna hérna heitir Pat Robertson. Hann rekur kristilegar sjónvarpsstöðvar og er almennt virkur í baráttunni gegn þeim ógnum sem vofa yfir siðmenningu – réttindi kvenna, samkynhneigð og frjálsyndi yfirleitt. Eitt allra hræðilegasta blótsyrðið í bandarískri pólitík er liberalism. Öllu þessu kristilega liði er meinilla við líberalisma og Demókratar eru upp til hópa skíthræddir við að einhver tengi þá við frjálslyndi.
Nýjasta fréttin af þessum manni er sú að hann vill láta myrða Hugo Chavez, forseta Venezuela. Þett kom fram í einum af sjónvarpsþáttunum hans, en hans helstu rök voru þau að morð á þjóðarleiðtoganum væri ódýrara en innrás. Það er hreint með ólíkindum hversu mikill hatur og ótti býr inni í þessu fólki sem þykist vera svo heilagt. Sem betur fer er allavegana hægt að hlæja að þessu liði.

No comments: