15.8.05

Það er gott að fara í frí

Ég tók eftir því um daginn hversu gamall Tony Blair lítur út fyrir að vera. Hann var að tala um hryðuverkaárásirnar í London um daginn og það var greinilegt að hann var uppgefinn. Hann hefur elst heilan helling síðan Verkamannaflokkurinn komst til valda 1998. Enda er ekki við öðru að búast. Að vera æðsti leiðtogi Bretlands er ekkert grín. Það sama ætti að gilda um forseta Bandaríkjanna. Nei, ekki bara það sama! Það hlýtur taka ennþá meira á að vera forseti eina alvöru stórveldisins í dag. Heilsa og útlit Bill Clinton sýnir það.

Hvernig stendur þá á því að Bush lítur betur út í dag en hann gerði árið 2000? Það eru engar ýkjur. Hann er unglegri, lítur út fyrir að vera í betra formi og er ekki jafn fölur og hann var þegar hann tók við valdamesta embætti allrar veraldar. Myndin hægra megin er tekin árið 2000, en myndin vinstra megin er official mynd frá 2004. Hvernig fer maðurinn að þessu? Það hefur kannski einhver áhrif að hann er núna í 5 viku fríi á búgarði sínum í Texas. Þetta er í 49. skiptið sem hann fer í frí þangað á sinni sem forseti og hann hefur þá samtals verið 319 daga þarna, eða 20% af embættistíðinni. Hann hefur engan tíma til að ræða við Cindy Sheehan, sem er er móðir bandarísks hermanns sem var drepinn skammt frá Baghdad. Hún hefur undanfarna daga haldið uppi mótmælum við búgarð forsetans og krafist þess að fá að ræða við hann um stríðið.

Og þetta í landi þar sem vel menntaðir Bandaríkjamenn í góðri vinnu mega vera ánægðir með að fá þriggja viku orlof á ári hverju. Margir aðrir fá tvær vikur eða minna. Ég þekki engan Bandaríkjamann sem fær meira en 3 vikur, fyrir utan þá sem ég vinn með í SÞ, en sem betur fer njótum við annarra kjara.

2 comments:

Anonymous said...

Þetta er bæði satt og rétt. Og enn athyglisverðara er t.d. að mæður fá einungis 6 VIKNA fæðingarorlof - eftir þann tíma skulu börn fara á nursery og móðirin aftur til vinnu.

Ekki furða að það skuli allt vera á leiðinni til $#!$#!" í US.

Broddi Sigurðarson said...

Jamm. Það er reyndar ekkert mál fyrir þá sem leiðist að annast börn sín og hafa tekjur til þess að ráða mexíkanska barnfóstru. Erfiðara getur þetta verið fyrir hina sem ekki hafa slíkar tekjur, að ekki sé minnst á börn barfóstranna sem hafa engan til að sjá um sig.