30.7.05

80s lög batna með árunum

Það er alltaf jafn gaman að fylgjast með hugmyndaríku fólki. Ekki veit ég hvaðan þeir eru, en þetta eru greinilega Skandínavar. Hljomsveitin heitir Hurra Torpedo og það kannast langflestir við lagið þegar Bonnie Tyler syngur það - Total Eclipse of the Heart.
Þó svo að útgáfan hennar Bonnie sé fín, þá nær hún bara ekki alveg jafn flottum töktum eins og þessir menn. Fínt atriði sem á vel heima í öllum betri ríkisreknum sjónvarpsstöðvum sem vilja höfða til unga fólksins.

2 comments:

Anonymous said...

Ekki nema (77576) hitt á þetta listaverk ... andsk. stendur þú þig vel í útbreiðslu meistaraverka!

Hulda

Helga F said...

Mér sýnist á öllu að þetta munu vera "fóstbræður" þeirra norðmanna ;) Helga