28.7.05

Hvar er Guð?

Irving Pointing to God, eftir William Lamson.
Ég rakst á þessa mynd í tímariti um daginn og fannst hún alveg frábær. Það sem gerir hana svo skemmtilega finnst mér að það er ekki bara verið að benda manni almennt á hvar Guð er að finna. Það er hann
Irving sem er að því og hann virðist vera með þetta alveg á hreinu.

Það alveg merkilegt við Bandaríkin hversu mikilvæg trúarbrögð eru fólki hérna. Réttara sagt ætti maður eiginlega að segja að það er alveg hreint merkilegt hversu litlu máli trúarbrögð skipta fólki í vestur Evrópu. Annars ber ég fulla virðingu fyrir trúarbrögðum nágranna minna. Það sem ég á erfiðara með að skilja er hvernig strjórnmál hér snúast nær eingöngu um fóstureyðingar og réttindi samkynhneigðra. Deilur um stríð, skattalækkanir til hinna ríkustu niðurskurður velferðarkerfisins eða efnahagsmál almennt falla oft í skuggan á þessum tveimur málefnum. Afturhaldsöflunum hefur tekist alveg ótrulega vel upp með að skilgreina um hvaða málefni skuli rætt og hvað skiptir engu máli. Þannig skiptir eigin atvinnuleysi og fátækt Alabamabúa miklu minna máli heldur en að hommar skulu vilja giftast í Massachusets.

Annað mál, sem fær minni athygli enn sem komið er, eru þeir sem vilja að hætt verði að kenna þróunarkenningu Darwins. Enn sem komið er fara þeir aðallega fram á að ásamt þróunarkenningunni verði líka kennd
creationsim, sem byggir eingöngu á biblíunni sem heimild um uppruna mannkyns og raunar allmennt um þróun alheimsins. Þeir eru að byggja safn í Ohio.

1 comment:

Anonymous said...

Úff já, creationismi, segðu. Ég hef staðið í deilum við nokkra svoleiðis á forumi sem ég stunda á netinu (www.elvenrunes.com) og það er alveg með ólíkindum hvað þetta fólk er þrjóskt. Þeirra heimur er annar en okkar. :-/

Eitt skemmtilegasta Gedankenexperiment sem ég hef tekið þátt í var í námskeði í vísindasögu og vísindaheimspeki hjá Þorsteini Vilhjálmssyni og gekk út á að hann þóttist vera creationisti, og við áttum að reka hann á gat. Sem er ekki hægt. Nema e.t.v. hugsanlega með þeim rökum að ef creationismi er réttur (og þá meina þeir réttur), þá er ástæðulaust að halda áfram vísindalegu starfi eða leit að þekkingu.


Flott blogg hjá þér.