29.7.05

Arkítektúr í USSR og USA

Lengi vel hafði ég lítinn áhuga á arkítektúr. Það kviknaði reyndar smá áhugi þegar ég átti heima í Barcelona og kynntist aðeins verkum hans Antonio Gaudi. Svo flutti ég aftur heim til Íslands, og það verður að segjast eins og er, að þrátt fyrir marga kosti, þá er Reykjavík ekkert sérstaklega falleg borg, allavegana ekki það sem við mennirnir höfum gert. Það fallegsta við borgina er það sem við höfum ekki ennþá eyðilagt - náttúran og útsýnið.
Nú þegar maður er umrkingdur ótrúlegustu húsum á hverjum degi hérna á Manhattan þá byrjar maður aðeins að vakna. Það er ekki bara það að maður skuli sjá og vera innan í sumum af frægustu byggingum heims á hverjum degi, heldur er þetta allt svo stórt - stórt hugsað og stórt byggt. En það eru ekki bara kapítalistarnir sem eru flottir. Hérna er vefsíða með hugmyndum sem voru í gangi í Sovétríkjunum. Ekki vantar upp á grand hugmyndir. Örugglega samt ekki jafn flott og nýja Hringbrautin, ha?
Ég er nú farinn í vikufrí. Kem aftur eftir viku með fullt af myndum af fjöllunum í Sierra Nevada.

1 comment:

Anonymous said...

Haha! Don't get me started á arkítektum Íslands. Ég frétti af heimildamynd á Discovery channel þar sem borgarskipulag var tekið fyrir, og Reykjavík tekin sem dæmi um algert klúður í þeim málum. Þeir fóru með myndavél um Breiðholt og bentu á að allt besta plássið við blokkirnar þar sem hefði verið eðlilegt að setja græn svæði, voru skipulögð fyrir bíla. Eins og borgin öll.

Pönk og djöfulgangur!