12.10.06

Að koma karlmönnum til læknis

Það er vel þekkt að karlmenn eru latari við að fara til læknis og hugsum almennt verr um okkur en konur gera. Fyrir þessu eru eflaust fleiri en ein ástæða, eins og hugmyndir um karlmennsku og hvernig okkur hefur verið kennt að harka hlutina af okkur, eða það að við kunnum einfaldlega ekki að tjá okkur almennilega um hvernig líður. Án þess að hafa beinlínis rannsakað það eða lesið um það, þá er ég líka handviss um að þetta hefur líka með það að gera að konum er yfirleitt snemma kennt að taka að sér umönnunarhlutverk og við karlmenn tökum þátt með því að láta mömmur, systur og eiginkonur okkar annast okkur. Ég veit ekki hvort þetta sé áð breytast en mig grunar að mín karlmenn minnar kynslóðar séu eitthvað skárri hvað þetta varðar en pabbar okkar, en við eigum langt í land með að ná konum okkar.

En hvað er til ráða? Hvernig getum við bætt þessa hegðun karlmanna og fengið þá til þess að hugsa betur um heilsu sína? New York Methodist Hospital, sem er spítalinn hérna í Park Slope er kominn með eina lausn. Það þýðir ekkert að bíða eftir því að næstu kynslóðir karlmanna fari að fatta þetta. Miklu betra bara að fá konurnar til að redda þessu.

No comments: