11.10.06

Einkennileg framkoma

Ég var rétt áðan að hlusta á fréttaupptöku frá undirritun varnarsamnings Íslands við Bandaríkin, sem fram fór í dag. Þar mismælir Condoleezza Rice sig og segir "Ireland" áður en hún leiðréttir sjálfa sig. Þetta endurspeglar kannski hversu litlu máli þessi samningur skiptir Bandaríkin. Þarna voru þau stödd, forsætisráðherra, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra litla ríkisins og hún mundi ekki alveg hvað það hét. Ruglaði því saman við aðra litla eyju í Atlantshafnu. Ráðherrarnir þrír höfðu reyndar komið við í gær, en þá hafði hún ekki tíma til að hitta þau. Frestaði fundinum. "Sorry guys, I´m really busy today, let´s do lunch tomorrow". Rumsfeld hitti ráðherrana ekki heldur.

Er reyndar að lesa bókina hans Bob Woodward, State of Denial sem fjallar um m.a. um aðdragandann að Íraksstríðinu, en ofboðslega virðist Rumsfeld vera óvinsæll meðal samstarfsmanna. Það er eins og nánast enginn geti unnið með honum. Til dæmis þurfti forsetinn sjálfur að skipa honum að svara símhringingum Condi, á meðan hún var öryggisráðgjafi (national security adviser). Þá er hann víst bæði skapstyrður, dónalegur og hreint út sagt leiðinlegur við fólk auk þess sem hann þarf að vera með puttana í öllu - míkrómanager. Ég er ekki hissa á því að hann hafi ekki nennt að hitta ráðherrana okkar. Telur sjálfan sig sjáfsagt hafa merkilegri hluti að gera. Hafi Woodward rétt fyrir sér, hafa ráðherrarnir okkar heldur ekki misst af neinu...

No comments: