13.10.06

Bear Butte

Bear Butte er fjall í Suður Dakota sem tilheyrði Sioux Indíánum áður en Evrópumenn komu til Norður Ameríku. Þetta fjall sem stendur eitt og sér á Black Hills svæðinu sem eru mest megnis sléttur, þannig að fjallið er tilkomumikið og sést víða að. Þetta fjall er heilagt land fyrir tugi Indíánaþjóða í Norður Ameríku og þangað hafa þeir farið og stunda sín trúarbrögð svo öldum skiptir. Reyndar hafa fundist fornleifar þarna sem eru næstum því 10,000 ára gamlar. Landið á sléttunum í kringum Bear Butte var tekið með valdi af frumbyggjum Ameríku á seinni hluta 19 aldar, þrátt fyrir sáttmála á milli Sioux manna og Bandaríkjamanna. Menn voru nefnilega að leita að gulli. Frumbyggjarnir voru drepnir og þeir sem eftir lfiðu voru fluttir á "reservations". Engu að síður er Bear Butte jafn heilagt landa í þeirra huga enn þann dag í dag þó svo að landið í kring sé nú allt saman einkavætt.
Einn af núverandi eigendum landsins heitir Jay Allen, bisnessmaður frá Arizona. Hann er að byggja risastóran bar fyrir mótorhjólamenn á landinu þarna. Biker bar á helgu landi Indíána. Þeir eru ósáttir við þetta og eru núna að reyna að berjast gegn þessu. Hvað myndu kaþólikkar segja um MacDonalds við innganginn í Péturskirkju, eða hvernig myndi okkur Íslendingum hafa líkað það ef Danir hefðu opnað súludansstað á Þingvöllum. "Fjörugar stelpur! Komdu og skoðaðu Almannagjá!" Þetta er jafn mikil lítilsvirðing.

Jay Allen segist hins vegar vilja sættast við Indíánana. Hann er reyndar ekki að hætta við að byggja barinn, sem á að verða einn stærsti barinn í öllum Bandaríkjunum, og mun líka hafa tónleikasvið fyrir 30.000 áhorfendur. Til þess að sýna Amerískum Indíánum virðingu hefur hann sagst ætla að láta gera rúmlega 30 metra styttu af Amerískum Indíána!

No comments: