5.10.05

Lítið um að vera

Ég hef ekkert uppfært undanfarna daga, enda hef ég ekkert merkilegt að segja. Geri lítið annað en að vinna og fara að hlaupa eftir vinnu. Vinnan er ekki merkileg nema að því leyti að það er endalaust að koma manni á óvart hversu lítinn tilgang allar umræður í nefndarstargi Allsherjaþings virðast hafa. Fulltrúar sendinefndana halda áfram að flytja sömu ræðurnar aftur og aftur. Þetta er allt saman voðalega sterílt og fyrirsjáanlegt. Reyndar kom það manni á óvart þegar skýrslur okkar voru kynntar að enginn einasti fulltrúi hafði nokkrar spurningar eða komment fram að færa. Ekki einn, fyrir utan fulltrúa Suður Afríku sem kom með spurningu um viðbrögð við umhverfisslysum, sem (að vísu eru mikilvægt málefni) koma nefndarstarfinu ekki neitt við. Annars hafði enginn diplómati neinn áhuga á að ræða málefnin, enda er það svo augljóst að málefni eru ALGERT aukaatriði hérna.

Það eina sem ég haf fram að færa að þessu sinni sem er ágætis trailer fyrir Shining sem ég rakst á á netinu. Það er búið að dubba yfir myndefnið og myndin er presenteruð sem falleg fjölskyldumynd um samkskipti foreldra og ungs drengs. Lítur út fyrir að vera sæt hollívúdd mynd hér á ferð.
Það er nauðsynlegt að hafa installerað QuickTime forritið , sem Apple framleiðir.

No comments: