13.10.05

Amerískur fótbolti

Ég hef alltaf reynt að koma mér inn í 'local' áhugamál þar sem ég hef búið. Á Írlandi kynntist ég Gaelic football og Guinness drykkju, á spáni lærði ég að meta flamenco tónlist og petanqua og á Englandi tókst mér meira að segja að komast inn í cricket. Hérna í NY hefur áhuginn á baseball ekki enn vaknað, nema fyrir utan það að fylgjast með öllu kjaftæðinu í kring um New York Yankees og hinn ofstopafulla eiganda liðsins, George Steinbrenner. Ég hef aftur á móti uppgötvað ameríska fótboltann, sem mér finnst skemmtilegri og skemmtilegri með hverri vikunni sem líður. Þetta er ansi flókinn leikur sem krefst mikillar skipulagningar og útsjónarsemi, en ekki síður líkamsburða. Þess vegna er hægt að hafa gaman af þessu alveg óviðkomandi því hversu vel maður skilur leikinn. Ég hef eiginlega ekkert annað að segja um þetta. Þessi litla færsla er í raun bara léleg afsökun fyrir því að birta þessa stórkostlegu mynd hérna (forsíða Sports Illustrated fyrir rúmum 30 árum), sem er af tveimur sillingum sem voru upp á sitt besta um það leyti sem ég fæddist (1971). Svona töffarar sjást ekki lengur, nema þá kannski í klámmyndum.

No comments: