28.10.05

Rosa Parks

Í vikunni lést ein af merkilegustu baráttukonum fyrir réttindum svartra hérna í Bandaríkjunum, Rosa Parks. Á þessari mynd er auglýsingaherferð Apple notuð til að minnast hennar, en hún var fræg fyrir að vera handtekin og dæmd fyrir neita að standa upp fyrir hvítum manni í strætó í Birmingham, Alabama árið 1955. Mál hennar varð til þess að lítt þekktur prestur efndi til mótmæla og þess að fólk hætti að nota strætó í borginni. Þessi prestur hét Martin Luther King Jr. Myndinni "stal" ég héðan.

No comments: