15.10.05

1984 eða 2005

Maður les eða sér fréttir næstum því á hverjum einasta degi sem minna mann skuggalega mikið á 1984 eftir George Orwell. Stríðið gegn hryðjuverkum er náttúrulega nærtækasta dæmið en af nógu öðru er að taka. Nýjasta dæmið sem ég hef rekist á er frétt af unglingi sem hafði búið til plakat fyrir námskeið um borgaraleg réttindi. Á plakatinu var mynd af forseta Bush, ásamt þumalputta unglingsins sem var beint niður sem tákn um óánægju með forsetann. Þessa mynd fór drengurinn með í Wal Mart til að láta prenta, en starfsmanni þar þótti nóg um og hringdi í lögregluna sem hafði samband við leyniþjónustuna. Leyniþjónustan mætti í skólann og tóku viðtal við kennarann en ákváðu að aðhafast ekki frekar í málinu þar til saksóknari hefði tekið ákvörðun.

Hér er fréttin í heild sinni.


Þessi blanda af heimsku, ótta og trú á yfirvöld er virkielga óhugguleg og á sér margar skelfilegar hliðstæður í mannkynssögunni.

No comments: