21.9.06

Kominn til baka

Ég hef ekki skrifað hérna í talsverðan tíma. Ég ætlaði að byrja á því að skrifa eitthvað um Allsherjarþing og lætin í kringum Hugo Chavez, en það er búið að fjalla svoi mikið um þetta alls staðar að það tekur því ekki.

Ferðin til Bólivíu var merkileg. Þetta er eitt fátækasta landið í Suður Ameríku og er innilokað, hefur semsagt enga strandlengju. Tapaði aðgangi að sjó í stríði gegn Chile í kringum 1880. Landið hefur reyndar misst helming landssvæðis síns í stríðum síðan það hlaut sjálfstæði. Meirihluti landsmanna búr uppi í Andesfjöllunum, en fundurinn sem ég sótti var í stærstu borg landsins, Santa Cruz, sem er austarlega á láglendissvæðinu. Bólivía er að ganga í gegnum sögulegt tímabil núna. Fyrir ca. sjö mánuðum var frumbygginn Evo Morales kjörinn forseti og hans flokkur stjórnar nú landinu. Þetta er í fyrsta skipti sem frumbyggjar komast til valda á ný í allri Ameríku síðastliðin 500 ár, frá því að Spánverjar komu.

Það kemur ekki á óvart að þetta skuli hafa gerst fyrst í Bólivíu, enda líta mikill meirihluti landsmanna á sig sem frumbyggja. Væntingarnar til Morales eru gífurlegar og að sama skapi er andstaða gömlu valdaklíkunnar svakaleg. Þetta á eftir að vera afar erfitt. Sérstaklega er mikið deilt um jarðgas, sem Morales sagðist munu þjóðnýta, en hingað til hafa Brasilísk og Spænsk fyrirtæki stjórnað allri gasframleiðslu landsins. Ég veit ekki hvernig þetta fer. Ég varð var við það í Santa Cruz, þar sem mikið af auðugu fólki af Evrópskum uppruna býr, er heiftarleg og ógeðfelld andstaða gagnvart Morales, sem bar keim af rasisma. Það er svosum ekki við öðru að búast þegar nýr hópur tekur við völdum.

Hérna í Bandaríkjunum er alltaf nóg um að vera. Í pólitíkinni hefur mikið verið fjallað um skýrsluna frá nokkrum leyniþjónustum Bandaríkjanna og niðurstöðu þeirra um að stríðið í Írak hafi orðið til þess að auka hættuna á hryðjuverkum. Nema hvað!!!??? Auðvitað verður stríð, hernám og hertaka á heilu landi til þess að fleiri vitleysingar ákveði að stunda hryðjuverk. Sérstaklega þegar rökin fyrir innrásinni í Írak standast ekki. Auðvitað þarf að taka á trúarofstækinu sem virðist fá að blómstra nánast óáreitt í Mið Austurlöndum, en það var alltaf ljóst að innrás í Írak myndi ekki leysa neitt.

Svo er hér smá dæmi um standardinn á sjónvarpsauglýsingum sem frambjóðendur til beggja deilda þingsins eru að bjóða fólki upp á. Þessi er frá repúblíkananum Vernon Robinson....

1 comment:

Helga Bára said...

áhugaverðar Bólivíupælingar, en bíddu við, er myndbandið ekki grín ?! ég er orðlaus yfir raunveruleikanum, eða súperánægð með greiningu grínistans.

Hér hjá mér eru aðalmálin hækkun á rafmagnsverði, hver á að borga fæðingaorlof, já og misundarlegar fréttir af nauðgunum, sem er snúið mál í litlu samfélagi.