6.9.06

Forca Barca

Eftir að hafa búið í Barcelona bæði sem barn og fullorðin hef ég alltaf haft taugar til borgarinnar og náttúrulega fótboltaliðsins. Reyndar dvínar áhuginn sífellt á fótboltanum þegar þetta verður meira og meira bisness og hefur sífellt minna með íþróttaandann sbr ungmennafélögin og allt það. Ensku klúbbarnir eru ekki klúbbar, FC er orðið að plc. og liðið er orðið að vörumerki.

Þess vegna er ég sérstaklega stoltur af "mínum" mönnum í Barca núna sem voru að gera samning við UNICEF. Í fyrstu fannst mér þetta reyndar ekki svo merkilegt, en svo sá ég að liðið hefur skuldbundið sig til þess að ráðstafa o.7% af hagnaði sínum til þess að vinna að þúsaldarmarkmiðum SÞ (Millennium Development Goals). Það sem er svo merkilegt við þetta, er að 0.7% er einmitt sú tala sem öll iðvnædd ríki (að Íslandi meðtöldu) hafa marg marg marg skuldbundið sig til að veita í þróunaraðstoð, en aðeins nokkur þeirra hafa staðið við það (nema Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Holland og eitt annað sem ég man ekki hvert er). Fótboltafélagið Barcelona er sem sagt að sýna í verki hversu skammarlega ríku löndin hafa staðið sig um leið og þetta er náttúrulega frábært dæmi sem aðrir gætu tekið upp... Til dæmis eitt ríkasta land í heimi miðað við höfðatölu... Ísland.

Áfram Barcelona!

No comments: