9.9.06

Til Bólivíu.

Ég er á leiðinni til Bólivíu. Fer þangað á Sunnudaginn og verð í tæplega viku þarna. Ég er að mæta á fund frumbyggja í S. Ameríku sem eru að undirbúa sig fyrir þáttöku í alþjóða ráðstefnu - World Congress on Communication for Development sem fram fer í Róm seinna í haust. Frumbyggjarnir í Suður Ameríku vildu fyrst fá einvhern úr Frumbyggjanefnd SÞ, en þar sem enginn komst, urðu þeir að sætta sig við einn starfsmann nefndarinnar, sem er ég. Þessi fundur fer fram í Santa Cruz, sem er rétt aðeins fyrir ofan sjávarmál, þannig að þar ríkir nokkurs konar frumskógarloftslag. Santa Cruz er ein ríkasta borgin í Bólivíu og ég held að hún sé líka fjölmennust. Þar er meira um evrópsk áhfrif og víst ekki mikið fyrir túrista að sjá. Reyndar er borgin skipulögð nokkuð merkilega, en hún er í hringjum. Hver hringur er búinn til úr stórum breiðgötum og miðbærinn er nátturulega í innsta hringnum. Mér skilst svo að fátækt aukist eftir því sem utar er farið í hringjunum. Það hefði verið meira spennandi að fara til höfuðborgarinnar La Paz sem er hátt uppi í fjöllunum, en maður getur varla kvartað. Ég tek náttúrulega myndavélina með.

No comments: