7.9.06

Kosningabarátta

Það fer að koma að kosningum hérna og þegar er heilmikil barátta í gangi. Yfirleitt fréttir maður ekki mikið af kosningabaráttu þingmanna, nema þeirra sem eru hérna í næsta nágrenni og svo af nokkrum sem vekja sérstaka athygli, eins og Joe Lieberman eða Catherine Harris. Ég rakst svo á þessa auglýsingi fyrir tilviljun og hún er alveg æðisleg. Svona hef ég hvergi annars staðar séð. Væri ekki flott að sjá Össur Skarphéðinsson með haglabyssuna í prófkjörsslag?

1 comment:

Helga F said...

Hehe.. ;D Thad væri ekki amalegt ad hafa um svona frambjódendur ad velja! Annars held ég ad ég sé ordin meira og minna réttarlaus hvad kosningar varda, frétti um daginn ad eftir ad hafa verid búsettur ákvedinn árafjölda í útlöndum fái madur ekki lengur ad kjósa í althingiskosningum heima og hér í Noregi fæ ég bara ad kjósa í sveitarstjórnarkosningum og trúdu mér, thar er ekki feitan gölt ad flá - amk ekki midad vid thennan byssuglada gaur! ;)