2.9.05

Katrín

Það er merkilegt að horfa upp á það sem virðist vera algert klúður og hanhæfni hjá yfirvöldum hérna í kjölfar Katrínar. Fólk hér er orðið afar reitt og maður er meira að segja farinn að sjá reiði blaðamanna skína í gegn. Annars er þrennt sem stendur upp úr í mínum huga.

Í fyrsta lagi er það hversu illa stjórnvöld hafa brugðist við og reyndar hversu illa þau voru undirbúin fyrir slíka atburði. Það er ekki eins og fellibylir séu séu sjaldgæfir á þessum slóðum. Það féllu fleiri fellibylir á bandaríkin en nokkru sinni fyrr (síðan menn hafa verið að taka saman slíkar upplýsingar) á síðasta ári. Fólk og félagasamtök hafa lengi vel farið fram á betri flóðavarnir og að eitthvað veri gert við landrofi þarna, en yfirvöld brugðust ekki við. Svo núna þegar fellibylurinn hefur riðið yfir, virðist það vera ómögulegt að koma mat og vatni til fólks sem er að svelta í hel. Fimm dagar eru liðnir, en lítið viriðist vera gert. Hryllingssögur um lík, ógeðslega lykt, steikjandi hita og ofbeldi frá fóboltevellinum Superdome eru skelfilegar, en þar eru hafa einverjir tugir þúsunda fólks verið undanfarna daga. Nú er svo byrjað að flytja fólk þaðan til annars fótboltavallar í Houston. Eru þetta lausnirnar sem völdugasta ríki veraldar hefur? Vandamálið er náttúrulega það að voldugasta ríki veraldar er uppteknara við aðra hluti en að hugsa um fátækt fólk og náttúruhamfarir. Sérstaklega virðist FEMA (Federal Emergency Managament Agency) vera illa undirbúið og illa stjórnað, en yfirmaður stofnunarinnar sem á að stjórna neyðvarvinnu virðist frekar vilja skella skuldinni á fórnarlömbin.

Annað sem mér finnst magnað að sjá er reiðif fólks almennt og sérstaklega reiði blaðamanna sem eru þarna í Louisiana og í kring. Það eru nánast allir brjálæðir yfir skeytingarleysi yfirvalda. Anderson Cooper á CNN gat greinilega ekk leynt reiði sinni þegar hann tók viðtal við þingmannsfífl frá Louisiana. Bush hefur ekki enn farið á svæðin, en ég held að hann hafi flogið yfir New Orleans í fyrradag. Í gær flutti hann ræðu til landsmanna sem var ótrúlega slök, rétt eins og hann gerði sér enga grein fyrir alvöru málsins. New York Times leiðarinn í dag fjallar um ræðuna. Annars er netið troðfullt af umfjöllun um ástandið og þetta er allt saman á sömu leið. Meira að segja fjölmiðlar sem yfirleitt styðja Bush taka undir gagnrýnina, enda ekki annað hægt. Ég hef að vísu ekki kíkt á Fox News enn sem komið er.

Að lokum hefur fellibylurinn komið hinu ofboðslega óréttlæti og fátækt í þessu samfélagi upp á yfirborðið. Nánast allir þeir sem þjást mest vegna Katrínar eru fátækt svart fólk. Í daglegu amstri hugsa Bandaríkjamenn ekki um hinn óhugnanlega ójöfnuð hérna þar sem svart svart fólk vinnur við það að þjóna hvítu fólki. Fari maður inn á MacDonalds, Starbucks eða Dunkin Donuts, þá er það nær undantekningarlaust svört manneskja sem þjónar manni. Fái maður vörur sendar heim eru það svartir ungir menn sem bera kassana fyrir mann. Á golfklúbbunum, hótelunum og líkamsræktarstöðvunum hér í Bandaríkjunum er það upp til hópa svart fólk sem þrífur skítinn undan hvítu fólki. Allt þetta fólk fær borgað lágmakrslaun fyrir vinnu sína og það lifir í fátækt.

Þetta er allt saman fátækt fólk sem varð eftir í New Orleans. Þau eiga ekki bíla og höfðu ekki efni á því að skjótast burt úr borginni fara á gistiheimili. Margir þarna eiga ekki ættingja utan borgarinnar sem þau geta leitað til. Við slíkar aðstæður er það skiljanlegt að fólk hafi hugsað að kannski væri betra að vera bara heima. Kannski verður fellibylurinn ekki svo slæmur.

Svo núna, þegar engin aðstoð berst, þá leggja yfirvöld meiri áherslu á að koma í veg fyrir að fólk brjótist inn í verslanir, heldur en að bjarga deyjandi fólki. Þegar fréttir bárust af þjófnaði ákváðu yfirvöld í fyrradaga að skipa öllum lögreglumönnum að einbeita sér að því að stöðva þjófnað, og hætta öllum björgunarstörfum. Það er semsagt mikilvægara að verja vörur inni í verslunum, heldur en að bjarga deyjandi fólki...

No comments: