Í kljölfar fréttanna nýlega um hóp ungra Múslima á Bretlandi sem ætluðu sér að sprengja flugvélar á leiðinni til Bandaríkjanna frá Bretlandi hafa bæði NPR og New York times verið með umfjöllun og samanburð á ungum Múslimum á Bretlandi og í Bandaríkjunum. Sérstaklega eru menn hérna að velta því fyrir sér hvers vegna ungir Múslimar og innflytjendur almennt virðast vera sáttari með tilveruna í Bandaríkjunum heldur en á Bretlandi. Ég hef sjálfur velt þessu talsvert fyrir mér, ekki síst fyrr í vetur þegar óeirðirnar í París áttu sér stað. Mín kenning er sú að þjóðerniskennd Evrópumanna sé mun exklúsívari en sú Bandaríska. Tökum íslensku þjóðerniskenndina sem dæmi. Hvað er það að vera íslendingur? Er það nóg að vera með íslenskan ríkisborgararétt? Þarf maður að tala íslensku? Þarf maður að vera hvítur? Þarf maður að eiga sér "rætur" á Íslandi? Auðvitað er ekki til neitt eitt svar við þessu en við höfum flest einvherja tilfinningu fyrir því hvað það er að vera íslendingur. Það hafa líka innflytjendur sem sest hafa að hér á Íslandi og margir finna reglulega fyrir því að þeir séu ekki "alvöru" íslendingar, sama hversu mikið þeir læra íslensku og reyna að aðlagast. Stundum á þetta líka við um börn þeirra sem hafa aldrei búið annars staðar en á Íslandi. Þessir krakkar reka sig samt á það (sums staðar) að það líta ekki allir á þau sem íslendinga. Það sama á við um innflytjendur í flestum öðrum Evrópulöndum.
Hér í Bandaríkjunum er þetta öðruvísi. Bandaríkjamenn krefjast þess eins að innflytjandinn skilgreini sjálfan sig sem Bandaríkjamann, með tilheyrandi þjóðernishyggju (patriotism) og þar með er maður orðinn Bandaríkjamaður. Lýsi maður yfir hylli sinni gagnvart fánanum er maður orðinn hluti af hópnum. Bandaríkjamenn krefjast þess í raun af innflytjendum að þeir skilgreini sig sem Bandaríkjamenn líka. Annars fá þeir ekki að koma inn (auðivtað eru líka aðrar ástæður sem koma í veg fyrir að innflytjendur komist inn). Þetta er bæði harkalegra viðhorf og líka "inclusive". Í Evrópu eru heimamenn sífellt að velta fyrir sér aðlögun innflytjenda á sama tíma og þeir gefa innflytjendum ekki séns á að verða nokkru sinni "alvöru" Evrópumenn. Bandaríkjamenn kerfjast þess hins vegar að innflytjendur gerist kanar líka - annar geta þeir bara hypjað sig. Ég er ekki endilega að mæla með þessu, en það vekur athygli manns að á meðan Bandaríkjastórn hagar sér eins og hún gerir, þá hafa engir ungir Múslimar staðið fyrir mótmælum eða óeirðum að neinu marki og ekki hafa (allavega enn sem komið er) borist fréttir af "homegrown" hryðjuverkamönnum eins og við erum að sjá á Bretlandi.
22.8.06
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Athyglisverð pæling, Broddi. Ég held að það geti oft verið "ekki gaman" að vera innflytjandi á Íslandi, sérstaklega fyrir þá sem koma lengra að og tilheyra menningu sem ekki er evrópsk. Ég held að okkur hérna heima hætti til að líta á okkar siði og menningu sem "norm" og finnast að allt annað sé til hliðar og á skjön við það. Þegar raunveruleikinn er náttúrlega sá að Evrópa er minnsta og fámennasta heimsálfan og þar af leiðandi bara lítið horn af heiminum, þó svo menning hennar hafi haft víðtæk áhrif um hann allan vegna heimsyfirráðastefnu þeirra þjóða sem hana byggja, í fortíð og kannski að sumu leyti einnig í nútíð.
Hmm...Evrópa minnst of fámennust...eða er það kannski Ástralía...einhvern veginn er Ástralía alltaf risastór og villt, eða þannig, land mikilla möguleika, í mínum huga...;o)
of=og, auðvitað.
Post a Comment