Ég er búinn að vera allt of latur við að skirfa eitthvað hérna undanfarið. Sem betur fer hef ég nokkuð góða ástæðu fyrir því, sem er sú að ég hef haft heilmikið að gera í vinnunni. Vegna þess að ég hafði allt of lítið að gera fyrir ekki svo löngu, þá er ég alveg í skýjunum yfir því að vera upptekinn og þurfa að vinna lengi. Enda er djobbið skemmtilegt. Er að tala við fólk frá UNICEF og UNDP um hvernig þau fara að því að setja saman skýrslur sínar um stöðu barna í heiminum o.s.frv. Hugmyndin er sú að við notfærum okkur reynslu annarra til þess að get með besta hætti sett saman fyrstu global skýrsluna um málefni frumbyggja.
Ég er á leiðinni heim! Hlakka heilmikið til þess að borða rúgbrauð með kæfu, mysuost og síld í majonesdrullu sem þeir kalla víst karrísósu. Þetta er í fyrsta skiptið sem maður kemur heim sem giftur maður. Við erum ekki enn búin að fara í brúðkaupsferð. Kannski hana langi með mér í pílagrímsferð til bæjarins Fucking sem er í Austurríki. Ólíklegt þó. Hugsa að ég gæti samt platað Óla með mér einhvern tímann...
2.12.05
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Pottþétt ég kem með til Fucking, sniðugt að hafa myndir af börnum undir, utfrá myndinni hefði ég giskað á að þetta væri í Belgíu.
Óli
Post a Comment