27.12.05

Bestu plötur ársins 2005

Auðitað hefur maður bara heyrt brot af öllum þeim plötum sem komu út á árinu, en hérna eru uppáhaldsplötur mínar frá árinu sem er að líða í engri sérstakri röð. Megnið af þessu er frekar rólegt en það segir auðvitað meira um minn smekk heldur en úrvalið af tónlist sem framleitt þessa dagana. Þetta er ekki í neinni sérstakri röð nema þá að ég bíð með bestu plötuna þangað til seinast.

Devendra Banhart - Cripple Crow
Reyndar er þessi plata soldið misjöfn, en þarna er uppáhalds lag mitt frá árinu, Santa Maria de la Feira, sem er sungin á spænsku. Devendra, sem fæddist í Venezuela og býr í San Francisco semur þessa dæmigerðu tónlist fyrir háskólastúdenta í tilvistarkreppu, sbr. Jeff Buckley, Elliot Smith eða Bob Dylan.

Sufjan Stevens - Illinoise
Sufjan segist ætla að gera eina plötu um hvert ríki Bandaríkjanna (einhversstaðar las ég að Texas verði skilið út undan) og þetta er önnur platan í seríunni. Sú fyrsta var um heimahaga hans, Michigan. Afar róleg og falleg plata sem inniheldur fullt af sögum um staði, fólk og geimverur í Illinois. Ólíkt mörgum af þessu rólegheitar indie liði þá er Sufjan með húmor fyrir því sem hann er að gera.

Sigur Rós - Takk
Besta hljómsevit í heimi.








Clap your hands say yeah - Clap your hands say yeah
Ég hafði ekkert heyrt um þessa sveit áður en ég las um hana á pitchforkmedia. Fyrir mig er þetta ein af uppgötvunum ársins. Reyndar fór rödd söngvarans í taugarnar á mér og minnti mig soldið á Violent Femmes, en maður var fljótur að venjast röddinni. Svo eru lögin líka æðislega grípandi.

Bright Eyes - I´m wide awake it´s morning
Besta plata ársins. Hvert einasta lag á plötunni er yndislegt, grípandi með fínum textum. Minnir kannski dálítið á Belle and Sebastian með kántrí-áhrifum.

No comments: