13.5.06
Ágætis sýn á mannkyn
Þessi litla mynd hefur verið búin til í kring um upplestur eftir Ernest Cline. Hann helvíti skemmtilegur - nokkurs konar nútímaljóðskáld sem er ansi fjarri gamaldags staðalmyndum um ljóðskáld. Vefsíðan hans er með nokkrar upptökur sem er hægt að hlutsta á.
7.2.06
Löng pása liðin
Það er talsvert síðan ég skrifaði hérna síðast. Ég veit vel að ansi fáir nenna að lesa það sem maður er að segja hérna, enda er tilgangurinn með þessum skrifum ekki endilega að koma hugmyndum eða skoðunum áleiðis til annarra. Eins og á sjálfsagt við um marga, er ég aðallega að þessu sjálfs míns vegna. Það er ágætis þerapía og andleg æfing að skrifa niður það sem maður hugsar.
Hérna í USA hefur verið mikið minna fjallað um teknimyndir Jyllandsposten en í Evrópu. Hér hafa menn meiri áhyggjur af Super Bowl, njósnastarfsemi yfirvalda, spillingu í Washington og svo náttúrulega hvað er að gerast með samband Brad og Angelina (sem er náttúrulega aðalatriðið). Svo þegar maður hélt að fólk hérna færi að fara alvöru áhuga á þessu öllu saman, og allt bendir til þess að ameríkanar fari alvarlega að hugsa um umheiminn og samskipti ólíkra menningarheima, þá tekur Dick Cheney upp á því að plaffa einn félaga sinn með haglabyssu! Það er varla hægt að gera grín að þessu. Þetta er bara brandari út af fyrir sig, og engin ástæða til þess að gera grín að brandara.
Hér var mikil snjókoma um síðustu helgi. Kyngdi alveg hreint niður úrkomu í svona sólahring eða svo. Við Kata fórum út að njóta veðursins, enda var þetta bara gaman. Fyrr í vikunni sáum við Sigur Rós spila sem var æðislegt. Langbesta hljómsveit í heimi!
Hérna í USA hefur verið mikið minna fjallað um teknimyndir Jyllandsposten en í Evrópu. Hér hafa menn meiri áhyggjur af Super Bowl, njósnastarfsemi yfirvalda, spillingu í Washington og svo náttúrulega hvað er að gerast með samband Brad og Angelina (sem er náttúrulega aðalatriðið). Svo þegar maður hélt að fólk hérna færi að fara alvöru áhuga á þessu öllu saman, og allt bendir til þess að ameríkanar fari alvarlega að hugsa um umheiminn og samskipti ólíkra menningarheima, þá tekur Dick Cheney upp á því að plaffa einn félaga sinn með haglabyssu! Það er varla hægt að gera grín að þessu. Þetta er bara brandari út af fyrir sig, og engin ástæða til þess að gera grín að brandara.
Hér var mikil snjókoma um síðustu helgi. Kyngdi alveg hreint niður úrkomu í svona sólahring eða svo. Við Kata fórum út að njóta veðursins, enda var þetta bara gaman. Fyrr í vikunni sáum við Sigur Rós spila sem var æðislegt. Langbesta hljómsveit í heimi!
2.1.06
Gleðlegt nýtt ár

Gamlárskvöld var rólegt hjá okkur. Við fórum út að borða á tyrkneskum stað með Lindu og Preston. Maturinn var fínn og það var gaman að hitta þau og kjafta saman. Svo fóru þau í partí en við ákváðum bara að fara heim, enda vorum við ekki beinlínis í partístuði. Rétt náðum að komast heim í íbúðina áður en klukkan sló 12. Kata sofnaði í neðanjarðarlestinni á leiðinni heim og ég lék mér við að taka sjálfsmyndir af okkur í lestinni. Mynidin hérna er spegilmynd okkar í subway glugganum.
Óska öllum sem lesa þetta gleðilegs nýs árs, þakka fyrir það gamla og hlakka til þess að sjá ykkur aftur á hinu nýja.
Sakna ykkar.
27.12.05
Bestu plötur ársins 2005
Auðitað hefur maður bara heyrt brot af öllum þeim plötum sem komu út á árinu, en hérna eru uppáhaldsplötur mínar frá árinu sem er að líða í engri sérstakri röð. Megnið af þessu er frekar rólegt en það segir auðvitað meira um minn smekk heldur en úrvalið af tónlist sem framleitt þessa dagana. Þetta er ekki í neinni sérstakri röð nema þá að ég bíð með bestu plötuna þangað til seinast.
Devendra Banhart - Cripple Crow
Reyndar er þessi plata soldið misjöfn, en þarna er uppáhalds lag mitt frá árinu, Santa Maria de la Feira, sem er sungin á spænsku. Devendra, sem fæddist í Venezuela og býr í San Francisco semur þessa dæmigerðu tónlist fyrir háskólastúdenta í tilvistarkreppu, sbr. Jeff Buckley, Elliot Smith eða Bob Dylan.
Sufjan Stevens - Illinoise
Sufjan segist ætla að gera eina plötu um hvert ríki Bandaríkjanna (einhversstaðar las ég að Texas verði skilið út undan) og þetta er önnur platan í seríunni. Sú fyrsta var um heimahaga hans, Michigan. Afar róleg og falleg plata sem inniheldur fullt af sögum um staði, fólk og geimverur í Illinois. Ólíkt mörgum af þessu rólegheitar indie liði þá er Sufjan með húmor fyrir því sem hann er að gera.
Sigur Rós - Takk
Besta hljómsevit í heimi.
Clap your hands say yeah - Clap your hands say yeah
Ég hafði ekkert heyrt um þessa sveit áður en ég las um hana á pitchforkmedia. Fyrir mig er þetta ein af uppgötvunum ársins. Reyndar fór rödd söngvarans í taugarnar á mér og minnti mig soldið á Violent Femmes, en maður var fljótur að venjast röddinni. Svo eru lögin líka æðislega grípandi.
Bright Eyes - I´m wide awake it´s morning
Besta plata ársins. Hvert einasta lag á plötunni er yndislegt, grípandi með fínum textum. Minnir kannski dálítið á Belle and Sebastian með kántrí-áhrifum.

Reyndar er þessi plata soldið misjöfn, en þarna er uppáhalds lag mitt frá árinu, Santa Maria de la Feira, sem er sungin á spænsku. Devendra, sem fæddist í Venezuela og býr í San Francisco semur þessa dæmigerðu tónlist fyrir háskólastúdenta í tilvistarkreppu, sbr. Jeff Buckley, Elliot Smith eða Bob Dylan.

Sufjan segist ætla að gera eina plötu um hvert ríki Bandaríkjanna (einhversstaðar las ég að Texas verði skilið út undan) og þetta er önnur platan í seríunni. Sú fyrsta var um heimahaga hans, Michigan. Afar róleg og falleg plata sem inniheldur fullt af sögum um staði, fólk og geimverur í Illinois. Ólíkt mörgum af þessu rólegheitar indie liði þá er Sufjan með húmor fyrir því sem hann er að gera.

Besta hljómsevit í heimi.

Ég hafði ekkert heyrt um þessa sveit áður en ég las um hana á pitchforkmedia. Fyrir mig er þetta ein af uppgötvunum ársins. Reyndar fór rödd söngvarans í taugarnar á mér og minnti mig soldið á Violent Femmes, en maður var fljótur að venjast röddinni. Svo eru lögin líka æðislega grípandi.

Besta plata ársins. Hvert einasta lag á plötunni er yndislegt, grípandi með fínum textum. Minnir kannski dálítið á Belle and Sebastian með kántrí-áhrifum.
22.12.05
Ljótir fótboltamenn
21.12.05
Verkfall í NY
Hér eru starfsmenn almenningssamgangna í verkfalli þannig að ég hjólaði í vinnuna annan daginn í röð. Það var svolítið kalt en aðallega bara skemmtilegt enda er sérstök stemning á götum borgarinnar þessa dagana. Allir leigubílar fullir af fólki keyrandi upp og niður breiðgöturnar eins og strætisvagnar, hellingur af hjólreiðamönnum, geggjaðar umferðarteppur og endalaus straumur af fólki að labba yfir Brooklyn Bridge. Ég gerði þau mistök að fara yfir Brooklyn brúna í gær, en hefði betur sleppt því enda þurfti maður að reiða hjólið nánast alla leið - svo mikið var mannhafið þarna. Ég lærði af þessu og fór nú í morgun yfir Manhattan Bridge og gekk sá túr miklu betur þar sem sú brú endar í Chinatown sem er ekki alveg jafn mikilvægt athafnasvæði og fjármálahverfið (þar sem Brooklyn brúin endar).
Yfirleitt held ég að fólk sé mun stressaðra yfir allri þessari vitleysu á leiðinni heim, heldur en á leiðinni í vinnuna - það á allavegana við um mig. Það var tvisvar sinnum næstum því keyrt yfir mig á leiðinni heim í gær, umferðin var miklu verri og það lá alveg í loftinu hversu pirraðir margir voru orðnir. Þessi fílingur um að það væri bara skemmtileg tilbreyting að labba eða hjóla í vinnuna var alveg horfinn. Í staðinn var óþolinmæði í garð samborgaranna ríkjandi. Þetta verður sjálfsagt svipað í kvöld.
Svo veit maður ekkert hversu lengi þetta mun standa yfir. Það er greinilega heilmikil harka í samningarviðræðum og hér er bara rætt um að fylkisstjórinn George Pataki geti komið inn og miðlað málum. Hér er engin staða ríkissáttasemjara, enda eru stéttarfélög mun veikari hér en á Íslandi og minna um svona uppákomur. Svo er þetta verkfall ólöglegt. Opinberir starfsmenn mega ekki fara í verkföll. Verkalýðsfélagið er sektað um $1 miljón á dag hvern sem verkfallið stendur yfir auk þess sem starfmenn eru sektaður um tveggja daga tekjur fyrir hvern dag sem þau eru í verkfalli. Svona er þetta hérna í landi frelsisins.

Svo veit maður ekkert hversu lengi þetta mun standa yfir. Það er greinilega heilmikil harka í samningarviðræðum og hér er bara rætt um að fylkisstjórinn George Pataki geti komið inn og miðlað málum. Hér er engin staða ríkissáttasemjara, enda eru stéttarfélög mun veikari hér en á Íslandi og minna um svona uppákomur. Svo er þetta verkfall ólöglegt. Opinberir starfsmenn mega ekki fara í verkföll. Verkalýðsfélagið er sektað um $1 miljón á dag hvern sem verkfallið stendur yfir auk þess sem starfmenn eru sektaður um tveggja daga tekjur fyrir hvern dag sem þau eru í verkfalli. Svona er þetta hérna í landi frelsisins.
2.12.05
Leti og vinna

Ég er á leiðinni heim! Hlakka heilmikið til þess að borða rúgbrauð með kæfu, mysuost og síld í majonesdrullu sem þeir kalla víst karrísósu. Þetta er í fyrsta skiptið sem maður kemur heim sem giftur maður. Við erum ekki enn búin að fara í brúðkaupsferð. Kannski hana langi með mér í pílagrímsferð til bæjarins Fucking sem er í Austurríki. Ólíklegt þó. Hugsa að ég gæti samt platað Óla með mér einhvern tímann...
14.11.05
Frumbyggjar, hryðjuverkamenn og Monty Python
Ég er búinn að vera latur undanfarið við að skrifa en bæti hér með aðeins úr því.
Ein helsta ástæða leti minnar er sú að ég hef haft talsvert mikið að gera í vinnunni undanfarið. Ég er nú tímabundið kominn í nýjan hóp, þar sem við vinnum að málefnum frumbyggja. Ég vinn ný fyrir The Secretariat for the Permanent Forum on Indigenous Peoples. Það sem við gerum er að halda utan um þetta litla batterí sem kemur saman í tvær vikur á ári hverju í höfuðstöðvum SÞ. Ansi spennandi verkefni satt að segja, nóg af verkefnum og spennandi málefni sem eru afar pólitísk og viðvkæm. Hérna er linkur á vefsíðuna sem er frekar ljót en það stendur til bóta.
Dagurinn byrjaði snemma í morgun þar sem ég þurfti að vinna í co-opinu í morgun kl. 6. Meðlimir þurfa að vinna í 2.45 klst einu sinni á fjögurra vikna fresti til þess að fá að versla í búðinni sem er vel þess virði enda fær maður hvergi jafn góðan, hollan og ódýran mat. Þannig að ég var allavegana vel vaknaður þegar ég keypti mér Times á leiðinni í vinnuna en ég fann heldur betur fyrir blendnum tilfinningum þegar ég sá eina ljósmyndina á forsíðunni. Myndin er af konunni sem tók þátt í sjálfsmorðsárásunum í Jórdaníu í síðustu viku. Hennar bombur sprungu ekki þannig að hún lifði af og var handtekin um helgina og yfirvöld í Jórdaníu birtu myndir. Dóttir eins vinnifélaga míns var á einu hótelinu þarna og rétt slapp þannig að eg geri mér vel grein fyrir alvöru málsins. Hins vegar er ekki hægt að neita því að myndin af konugreyinu er alveg ferlega fyndin - allavegana fyrir þá sem kannast við Monty Python og þá sérstaklega myndina The Life of Brian, því þarna var hún komin, kerlingin maman hans Brian. Ekki satt? Þetta hlýtur að vera tvífari ársins.
Ein helsta ástæða leti minnar er sú að ég hef haft talsvert mikið að gera í vinnunni undanfarið. Ég er nú tímabundið kominn í nýjan hóp, þar sem við vinnum að málefnum frumbyggja. Ég vinn ný fyrir The Secretariat for the Permanent Forum on Indigenous Peoples. Það sem við gerum er að halda utan um þetta litla batterí sem kemur saman í tvær vikur á ári hverju í höfuðstöðvum SÞ. Ansi spennandi verkefni satt að segja, nóg af verkefnum og spennandi málefni sem eru afar pólitísk og viðvkæm. Hérna er linkur á vefsíðuna sem er frekar ljót en það stendur til bóta.

28.10.05
Rosa Parks

27.10.05
Kosningar: menn og (sárafá) málefni
Annað dæmi um hversu amerísk, New York borg er, er kosningabaráttan um borgarstjóraembættið, sem er alveg ótrúlega litlaus og eiginlega steindauð. Það kemur svosum ekki á óvart þar sem sitjandi borgarstjóri, Mike Bloomberg er almennt talinn hafa staðið sig vel og hann er auk þess moldríkur og getur hreinlega dælt eins miklum peningum í eigin kosningasjóð og þörf er á. Það sem mér hefur þótt merkilegast er hversu aumur og hugmyndalaus frambjóðandi demókrata, Fernando Ferrer virðist vera. Þessi maður virðist ekkert hafa að segja, engar nýjar hugmyndir og engar tillögur nema það eitt að lækka fasteignaskatt fyrir millistéttarfólk. Þetta er allt og sumt. Ég sem hafði hlakkað til líflegrar kosningabaráttu, feginn því að þurfa ekki að velja á milli stuttbuxnadrengja og valdþreyttra R listamanna. Hérna er maður staddur í "höfuðborg heimsins" og það er enging málefnaleg barátta um borgina. Engin kosningaloforð. Ekkert rifist um byggingu nýrra skóla, eða leikskóla, eða umbætur á lestarkerfinu, eða húsnæðisskort, eða skipulagsmál almennt, sem er alveg ótrúlegt, miðað við það að ekkert er að gerast í endurbyggingu svæðisins þar sem tvíburaturnarnir stóðu. Ekki neitt. Þeir hafareyndar aðeins farið út í grunnskólakerfið. Ég áttaði mig ekki alveg á þessu strax, en svo held ég að ég sé farin að skilja þetta. Hérna snúast kosningar um menn, en ekki málefni. Kosningar í New York, rétt eins og í öllum bandaríkjunum snúast um gildi. Er þetta maður sem maður treystir? Er þetta týpa sem er raunverulegur fulltrúi minn? Fólk virðist ekki hafa áhuga á stefnumálum, og þess vegna eru frambjóðendur yfirleitt ekkert að lofa einu eða neinu. Þeir eru bara að reyna að sannfæra fólk um að þeir hafi alla þessu mikilvægu eiginleika eins og skap, trú, karakter og gildi. Skoðanir um hvernig eigi að reka land, eða borg skipta minna máli en hvort maður hafi prófað hass í æsku, eða hvort maður sækir kirkju á hverjum sunnudegi.
Þetta hefur verið að fara voðalega í taugarnar á mér, þangað til að mér varð aftur hugsað til stuttbuxnadrengjanna. Jú, á Íslandi og í Evrópu almennt er okkur meira sama um karakter stjórnmálamanna eða hvað þeir gera með frítíma sinn. Ekki veit ég hvort Ingibjörg Sólrún sækir kirkju eða hvort Davíð Oddson hafi nokkru sinni prófað hass, og mér er líka sama. Einkamál þessa fólks koma mér ekki við. Þetta eru jú einkamál. Í Evrópu viljum við hins vegar fá langan lista af stefnumálum og loforðum um hvað skuli gera. Þetta er miklu betra, er það ekki? Hvað verður svo um loforðin? Kannski er alveg eins gott fyrir mann að fókusera bara á karakterinn og velja þann sem manni finnst skemmtilegastur. Kannski er reyndar ekki svo mikill munur á okkur íslendingum og ameríkönum. Davíð var jú ansi skemmtilegur, kannski ekki alveg undir það síðasta, en á árum áður var hann helvíti töff. Ég veit að ég er búinn að tala mig í hring. En það er allt í lagi. Enda er það eina sem ég hef að segja það að kannski er ekki svo mikill munur á evrópumönnum og ameríkönum.
Bara svo til að klára þetta, þá er það alveg ljóst að repúblíkaninn Bloomberg muni vinna með miklkum mun. Það er á hreinu. Ekki skil ég það hvernig Demókratar virðast ekki hafa neina almennilega frambjóðendur. Hvernig er það hægt í þessari 8 milljón manna borg þar sem yfirgnæfandi meirihluti manna eru demókratar? Ef ég man rétt, þá fékk Kerry yfir 80% atkvæða í Manhattan og Brooklyn, yfir 70% í Bronx og Queens og eitthvað aðeins minna í Staten Island. Það er merkilegt hvernig demókrötum tekst að tapa borgarstjórnarkosningum. Reyndar má benda á það að Bloomberg og republíkanar almennt í NY eiga meira sameiginlegt með demókrötum en repúblíkönum annars staðar í landinu, en það er samt frekar léleg afsökun.
15.10.05
1984 eða 2005
Maður les eða sér fréttir næstum því á hverjum einasta degi sem minna mann skuggalega mikið á 1984 eftir George Orwell. Stríðið gegn hryðjuverkum er náttúrulega nærtækasta dæmið en af nógu öðru er að taka. Nýjasta dæmið sem ég hef rekist á er frétt af unglingi sem hafði búið til plakat fyrir námskeið um borgaraleg réttindi. Á plakatinu var mynd af forseta Bush, ásamt þumalputta unglingsins sem var beint niður sem tákn um óánægju með forsetann. Þessa mynd fór drengurinn með í Wal Mart til að láta prenta, en starfsmanni þar þótti nóg um og hringdi í lögregluna sem hafði samband við leyniþjónustuna. Leyniþjónustan mætti í skólann og tóku viðtal við kennarann en ákváðu að aðhafast ekki frekar í málinu þar til saksóknari hefði tekið ákvörðun.
Hér er fréttin í heild sinni.
Þessi blanda af heimsku, ótta og trú á yfirvöld er virkielga óhugguleg og á sér margar skelfilegar hliðstæður í mannkynssögunni.
Hér er fréttin í heild sinni.
Þessi blanda af heimsku, ótta og trú á yfirvöld er virkielga óhugguleg og á sér margar skelfilegar hliðstæður í mannkynssögunni.
13.10.05
Amerískur fótbolti

Úflur, úlfur!
Í síðustu viku var varað við hugsanlegum/væntanlegum sprengjuárásum á neðanjarðarlestir hérna í NY. Á fimmtudag flutti forsetinn ræðu um hryðjuverk og hversu vel baráttan gengi gegn hryðjuverkamönnunum og að endalaust væru yfirvöld að handtaka hryðjuverkamenn og koma í veg fyrir voðaverk. Einhverjum klukkutímum síðar kom svo yfirlýsing frá Mike Bloomberg, borgarstjóra um að upplýsingar lægju fyrir um yfirvofandi sprengjuárásir á neðanjarðarlestakerfið í borginni og að miklar öryggisráðstafanir stæðu yfir. Hérna í vinnunni fengum við tölvupóst um þessa alvarlegu ógn sem steðjaði að almenningssamgöngum hérna og að við ættum að vera sérstaklega vör um okkur á leið heim úr vinnunni. Sumir hérna tóku þessu alvarlega en aðrir höfðu efasemdir og bentu á að þetta væri síður en svo í fyrsta skiptið sem hryðjuverkagrýlan er dregin upp úr kistunni til að beina athygli almennings frá einhverjum málefnum sem koma illa við yfirvöld. Auðitað veit maður þetta ekki og í fyrstu tekur maður þessu alvarlega, en þessar viðvaranir eru orðnar ansi margar og lítt trúverðugar.
Fjölmiðlar hérna eru meira að segja farnir að fjalla opinskátt um þennan hræðsluáróður. Það bendir nefnilega allt til þess að ráðamenn hérna kyndi undir ótta við hryðjuverk og noti hryðjuverkagrýluna kerfisbundið til að koma ákveðnum málefnum áleiðis og til að beina athyglinni frá skandölum. Þessa dagana hefur Bush stjórnin aldrei notið jafn lítils stuðnings, fólk er reitt vegna viðbragðanna við Katrínu og helsti ráðgjafi Bush, Karl Rove á jafnvel yfir höfði sér ákæru fyrir að hafa uppljóstrað um starfsmann CIA, auk þess sem stríðið í Írak gegnur hörmulega. Í þá 19 mánuði sem ég hef verið hérna hef ég upplifað nokkrar svona "ógnir" og þetta virðist alltaf koma á tíma sem hentar stjórnvöldum ansi vel. Að sama skapi kemur svo líka í ljós að þetta voru engar ógnir, að upplýsingarnar voru rangar eða afar vafasamar og jafnvel margra mánaða gamlar. Til dæmis vissu sumir fréttamiðlar af þessari ógn á neðanjarðarlestakerfið nokkrum dögum áður en borgarstjórinn tilkynnti um hana, en voru beðnir af yfirvödlum um að bíða með að flytja fréttir af þessu. Svo mikil var ógnin. Það er ferlegt ástand þegar maður getur ekki treyst slíkum yfirlýsingum frá yfirvöldum, því vissulega er möguleiki á annarri árás hérna. Reyndar held ég að við höfum frekari ástæðu til að hafa áhyggjur af fuglaflensu, en það er annað mál.
Reyndar er hræðsluáróður ótrúlega algengur hérna og yfirvöld eru alls ekki ein um að leika þennan leik. Fréttamiðlar, og þá sérstaklega sjónvarpsfréttir hérna birta endalausar fréttir sem virðast þjóna þeim eina tilgangi að valda ótta svo að áhrofendur haldi áfram að fylgjast með. Oft fjalla þessar fréttir um hættur sem ógna öryggi barna. Þannig setja þeir móralska pressu á foreldra og aðra sem er annt um öryggi barna, að fylgjast með. Auðvitað er þetta hvimleið og ómerkileg fréttamennska, en hún selur greinilega auglýsingapláss og sala á auglýsingum er greinilega mikilvægari en miðlun upplýsinga.
Fjölmiðlar hérna eru meira að segja farnir að fjalla opinskátt um þennan hræðsluáróður. Það bendir nefnilega allt til þess að ráðamenn hérna kyndi undir ótta við hryðjuverk og noti hryðjuverkagrýluna kerfisbundið til að koma ákveðnum málefnum áleiðis og til að beina athyglinni frá skandölum. Þessa dagana hefur Bush stjórnin aldrei notið jafn lítils stuðnings, fólk er reitt vegna viðbragðanna við Katrínu og helsti ráðgjafi Bush, Karl Rove á jafnvel yfir höfði sér ákæru fyrir að hafa uppljóstrað um starfsmann CIA, auk þess sem stríðið í Írak gegnur hörmulega. Í þá 19 mánuði sem ég hef verið hérna hef ég upplifað nokkrar svona "ógnir" og þetta virðist alltaf koma á tíma sem hentar stjórnvöldum ansi vel. Að sama skapi kemur svo líka í ljós að þetta voru engar ógnir, að upplýsingarnar voru rangar eða afar vafasamar og jafnvel margra mánaða gamlar. Til dæmis vissu sumir fréttamiðlar af þessari ógn á neðanjarðarlestakerfið nokkrum dögum áður en borgarstjórinn tilkynnti um hana, en voru beðnir af yfirvödlum um að bíða með að flytja fréttir af þessu. Svo mikil var ógnin. Það er ferlegt ástand þegar maður getur ekki treyst slíkum yfirlýsingum frá yfirvöldum, því vissulega er möguleiki á annarri árás hérna. Reyndar held ég að við höfum frekari ástæðu til að hafa áhyggjur af fuglaflensu, en það er annað mál.
Reyndar er hræðsluáróður ótrúlega algengur hérna og yfirvöld eru alls ekki ein um að leika þennan leik. Fréttamiðlar, og þá sérstaklega sjónvarpsfréttir hérna birta endalausar fréttir sem virðast þjóna þeim eina tilgangi að valda ótta svo að áhrofendur haldi áfram að fylgjast með. Oft fjalla þessar fréttir um hættur sem ógna öryggi barna. Þannig setja þeir móralska pressu á foreldra og aðra sem er annt um öryggi barna, að fylgjast með. Auðvitað er þetta hvimleið og ómerkileg fréttamennska, en hún selur greinilega auglýsingapláss og sala á auglýsingum er greinilega mikilvægari en miðlun upplýsinga.
5.10.05
Lítið um að vera
Ég hef ekkert uppfært undanfarna daga, enda hef ég ekkert merkilegt að segja. Geri lítið annað en að vinna og fara að hlaupa eftir vinnu. Vinnan er ekki merkileg nema að því leyti að það er endalaust að koma manni á óvart hversu lítinn tilgang allar umræður í nefndarstargi Allsherjaþings virðast hafa. Fulltrúar sendinefndana halda áfram að flytja sömu ræðurnar aftur og aftur. Þetta er allt saman voðalega sterílt og fyrirsjáanlegt. Reyndar kom það manni á óvart þegar skýrslur okkar voru kynntar að enginn einasti fulltrúi hafði nokkrar spurningar eða komment fram að færa. Ekki einn, fyrir utan fulltrúa Suður Afríku sem kom með spurningu um viðbrögð við umhverfisslysum, sem (að vísu eru mikilvægt málefni) koma nefndarstarfinu ekki neitt við. Annars hafði enginn diplómati neinn áhuga á að ræða málefnin, enda er það svo augljóst að málefni eru ALGERT aukaatriði hérna.
Það eina sem ég haf fram að færa að þessu sinni sem er ágætis trailer fyrir Shining sem ég rakst á á netinu. Það er búið að dubba yfir myndefnið og myndin er presenteruð sem falleg fjölskyldumynd um samkskipti foreldra og ungs drengs. Lítur út fyrir að vera sæt hollívúdd mynd hér á ferð.
Það er nauðsynlegt að hafa installerað QuickTime forritið , sem Apple framleiðir.
Það er nauðsynlegt að hafa installerað QuickTime forritið , sem Apple framleiðir.
29.9.05
Heima er bezt?
Sjálfur hef ég samt átt erfitt með að sætta mig við það viðhorf að mans eigin heimahagar séu eitthvað betri en aðrir. Reyndar stendur maður sjálfa sig og aðra oft að því að lýsa því yfir þveröfugum skoðunum (Ísalnd er verzt). Að Ísland sé ekki endilega svo góður staður til að búa á. Landinu er stýrt af fámennri klíku valdasjúkra manna og stuttbuxnadregja í kring um þá. Spillingin er alls staðar og maður er bara feginn að búa annars staðar. Að þurfa ekki að horfa upp á þessa blöndu af græðgi, heimsku og aumingjaskap á hverjum degi. Það hafa ansi margir hugsað á þessa leið. Að þetta eða hitt myndi ekki líðast í siðmenntuðu lýðræðisríki (ein og það viðgengst á Íslandi). Í útlöndum myndu ráðherrar þurfa að segja af sér fyrir mistök sem íslenskir ráðherrar neita að bera ábyrgð á. Ísland er bara bananalýðveldi. Allt þetta hefur maður sjálfur oft hugsað (kannski stundum með réttu) og svona hugsanaháttur læðist alltaf að manni reglulgega. Svo verður mér hugsað til afa.
Hundruðir manna létust nýlega í Louisiana og Mississippi vegna skipulgasleysis og vanhæfni yfirvalda í kjölfar Katrínar. Aumingjarnir sem Bush stjórnin réði til að bregðast við hamförum reyndu í fyrstu að kenna hinum fátæku og veiku sjálfum um það að hafa ekki getað bjargað sér. Skeytingarleysi gagnvart þeim sem minna mega sín er svo hræðilega algengt (ekki bara í Bandaríkjunum) að aðstæður þess fólks komast varla upp á yfirborðið nema þegar fellibylur eyðileggur heilu landsvæðin og það er ekki hægt annað en að taka eftir því hversu fátækt fólk er hérna. Dags daglega getur maður litið undan þegar heimilislaus kona betlar, eða gegngur fram hjá manni með poka fulla af tómum dósum og plastflöskum, en það var ekki hægt í New Orleans.
Auðvitað er ég ekki að gera lítið úr því sem er að gerast á Íslandi og auðvitað ber að rannsaka allar hliðar á Baugsmálinu. Skandalar eiga sér stað alls staðar og okkur ber að sjálfsögðu skylda til þess að vinna gegn spillingu þar sem hana er að finna. Sem betur fer er spilling á íslandi ekki alveg það sama og annars staðar og því er ég feginn.
Kannski er heima ekki endilega bezt, en heima er samt stundum ágætt og jafnvel gott betur en það. Þetta er semsagt mí versjón af heimþrá.
27.9.05
Helgin og mánudagurinn
Helgin var frekar tíðindalítil. Það sem helst stendur upp úr er að húsið er fullt af rússneskum iðnaðarmönnum sem eru að gera upp íbúðina fyrir ofan okkur á þriðju hæðinni. Pípararnir þurftu að komast að lögnum inni í eldhúsi hjá okkur og enduðu með því að vera að puða í þessu allann daginn, þannig að við gátum ekki mikið gert. Ekki gátum við verið í burtu allann daginn og ekki gátum við heldur hagað okkur eins og venjulega heima, enda komumst við ekki inn í eldhúsið og svo var ekkert vatn. Við enduðum á því að horfa á 5 þætti af Six Feet Under sem var helvíti gaman. Við erum á öðru seasoni og þetta er frábær skemmtun.
Svo prófuðum við sótrónu- og kirsuberjasorbet sem ég hafði búið til kvöldið áður. Svakalega tókst það vel hjá manni, en það eina sem maður notaði í þetta var vatn, sítrónur, kirsuber og sykur.
Nú í vinnunni erum við að setja saman tillögu að þriggja daga fundi þar sem við bjóðum sérfræðingum að koma saman og ræða um tiltekin mál. Hugmyndin er svo sú að efni slíkra funda nýtist okkur í að setja saman skýrslur okkar til Allsherjarþings. Hugmynd okkar er að fjalla um hvernig stefnumörkun í félagsmálum getur leitt til þess að koma í veg fyrir að átök brjótist út og um mikilvægi slíkrar stefnumörkunar fyrir uppbyggingu samfélaga sem eru að ná sér eftir að átökum er lokið. Hugmyndin á bak við þetta er sú að samfélög verða að sinna félagslegu málunum (hinum svo kölluðu mjúku málum) til þess að tryggja öryggi og frið. Annars er fjandinn laus.
Svo prófuðum við sótrónu- og kirsuberjasorbet sem ég hafði búið til kvöldið áður. Svakalega tókst það vel hjá manni, en það eina sem maður notaði í þetta var vatn, sítrónur, kirsuber og sykur.
Nú í vinnunni erum við að setja saman tillögu að þriggja daga fundi þar sem við bjóðum sérfræðingum að koma saman og ræða um tiltekin mál. Hugmyndin er svo sú að efni slíkra funda nýtist okkur í að setja saman skýrslur okkar til Allsherjarþings. Hugmynd okkar er að fjalla um hvernig stefnumörkun í félagsmálum getur leitt til þess að koma í veg fyrir að átök brjótist út og um mikilvægi slíkrar stefnumörkunar fyrir uppbyggingu samfélaga sem eru að ná sér eftir að átökum er lokið. Hugmyndin á bak við þetta er sú að samfélög verða að sinna félagslegu málunum (hinum svo kölluðu mjúku málum) til þess að tryggja öryggi og frið. Annars er fjandinn laus.
21.9.05
Myndir frá brúðkaupinu
Myndin hérna er af Guðrúnu frænku og mömmu. Guðrún er ekki alveg viss um hvað hún á að gera með sjávarréttarsúpuna.
20.9.05
ipod batterí
Ég var rétt í þessu að skipta um batterí í æpoddinum mínum, en batteríið var orðið ónýtt eftir aðeins eitt ár. Mér datt ekki í hug að borga apple $100 til að setja nýtt batterí í tækið, þannig að ég pantaði mér batterí af netinu á $15 og setti þetta inn sjálfur sem var ekkert mál. Eina vesenið var að opna helvítis tækið en það tókst á endanum, þökk sé þessum fínu leiðbeiningum hérna.
Ég rispaði æpoddinn aðeins, en þetta virkar alveg eins og það á að gera.
Ég rispaði æpoddinn aðeins, en þetta virkar alveg eins og það á að gera.
Giftur og kominn aftur í vinnuna
Þá er maður orðinn giftur maður. Það er reyndar ekkert svo skrítið. Að vísu er samband okkar Catherine orðið allt saman mun raunverulegra, en það var svosum alveg raunverulegt fyrir brúðkaupið. Við búum ennþá saman í sömu íbúðinni ásamt Danielle systur hennar, við erum alveg jafn ástfangin og áður og erum ennþá með sömu óljósu plönin fyrir framtíðina... langar í börn, langar að búa einhver ár í Suður Ameríku (erum þá aðallega að hugsa um ECLAC í Chile) en viljum kaupa okkur íbúð hérna í NY á næstu tveimur árum. Helsti munurinn dags daglega er að stundum heyrir maður fólk núna segja við mig your wife, sem hljómar soldið einkennilega (ekki illa, bara einkennilega), en það ætti nú að venjast. Maður er bara hamingjusamur og allt eins og það á að vera hérna.
Mamma, pabbi, Hildur, Kobbi, Sigrún, amma og Guðrún komu öll í brúðkaupið og það var yndislegt að hitta þau öll á sama tíma, en brúðkaupið fór fram á Cape Cod á heimili tengdaforeldra (annað sem maður er að venjast, er að tala um foreldra Catherine sem tengdó) minna. Þetta var látlaus athöfn sem tók ca. 20 mínútur allt í allt. Við fengum Justice of the Peace í heimsókn til ap sjá am athöfnina, og endurskrifuðum fyrir hann, ræðuna sem hann flytur í upphafi athafnarinnnar, aðallega til þess að losna við allar tilvísanirnar í guð og kristna trú, en við vorum bæði alveg með það á hreinu að gifta okkur ekki í krikju og að vera ekki að láta trúarbrögð vera að þvælast fyrir. Þess vegna var kjörið að gera þetta bara í stöfunni hjá André og Lise, foreldrum Catherine. Veðrið þarfa var yndislegt og við syntum í sjónum, fórum að veiða (Kobbi varð reyndar sjóveikur) og fjöslkyldurnar náðu að kynnast aðeins, en fram að þessu höfðu foreldrar okkar aldrei séð hvort annað. Ég held að það hafi komið öllum á óvart hversu vel öllum kom saman, þó svo maður hafi ekki átt von á neinu veseni. Þetta gekk bara alveg eins og maður vonaðist, og það er sjaldgæft.
Nú er maður aftur kominn í vinnuna. Í síðustu viku var leiðtogafundurinn hérna í upphafi allsherjarþings og ég tók mér frí mestan hluta vikunnar, enda voru öryggisráðstafanir svo yfirgengilegar að það tók því varla að þvælast í gegnum þetta allt saman bara til þess að stija á hálf tómri skrifstofunni hérna. Auk þess voru flest okkar hvött til þess að vera ekkert að mæta í vinnuna hvort sem er, aftur vegna öryggisráðstafana. Leiðtogafundurinn var svo hálfgert anticlimax eins og reynslumeiri menn en ég höfðu spáð fyrir um. Lítið sem ekkert af viti var ákveðið og Ameríkanar drugu sumar af hörðustu breytingartillögum til baka, en Kanarnir virtust á tímabili vera algerlega á móti nokkrum tilvísunum í þúsaldarmakmiðunum, sem eru markmið í átt að því að bæta kjör þeirra allra fátækustu. Lítið varð úr tillögum um að gera endurbætur á SÞ og enn minna varð úr hgumyndum um að fjölga í öryggisráðinu. Það eina sem virðist hafa gengið upp var að breyta Mannréttindanefndinni og að setja upp Peacebuilding Commision, sem eru að vísu skref í rétta átt. Við hérna í félagslegri þróun höldum okkar vinnu áfram eins og ekkert hafi í skorist, enda tókum við engan þátt í leiðtogafundinum. Svo í gær fór allt rafmagn af í höfuðstöðvunum þannig að við fengum að fara heim snemma. Mér leið eins og ég væri aftur kominn í grunnskóla. Rafmagnslagnir í aðalbyggingunnu er víst í afar slæmu ástandi og það er ein af mörgum ástæðum fyrir því að það stendur til að taka aðabygginguna í gegn, en ekkert ennþá vegna þess að tilskilin leyfi fást ekki frá New York fylki til að byggja nýja byggingu við hliðinni á aðalbyggingunni þar sem starfsemin myndi flytjast á meðan á endurbótum stæði. Það er afar nauðsynlegt að taka húsið í gegn enda er húsið fullt af asbestos auk þess sem margt annað er að. Repúblikanara hérna eru hins vegar á móti öllu slíku og fara ekki leynt með það að þeir eru að hefna sín á SÞ vegna ummæla Kofi Annan um stríðið í Íraq þegar hann sagði (réttilega) að innrásin stangaðist á við alþjóðalög. Þess vegna er alltaf af og til talað (aðallega í gríni) um að best væri bara að flytja höfuðstöðvarnar eitthvað annað, eins og til dæmis Osló, enda eiga Norðmenn nóg af peningum til að standa á bak við bygginagarkostnaðinn. Mér fyndist reyndar sniðugra ef að stjórnmálamenn í New Jersey byðu SÞ upp á pláss til að byggja á. Þannig yrðu höfuðstöðvarnar ekki fluttar burt frá Bandaríkjunum (sem gæti haft afdrifaríkar afleiðingar), en myndu samt fá að flytja í almennilegt húsnæði, auk þess sem þetta væri hressileg vítamínssprauta fyrir efnahag NJ. Slíkt boð myndi allavegana setja pressu á pólitíkusa hér í NY. En eins og oftast með málefni SÞ, þá er líklegast að ekkert gerist á næstunni og að þetta muni allt taka drjúgan tíma. Ég held að þolinmæði sé mikilvægasti eiginleikinn sem starfsmenn hérna þurfa á að halda.
Ég set svo upp myndir af brúðkaupinu þegar ég fæ þær, en skilanlega, þá tók ég lítið af myndum sjálfur.
Mamma, pabbi, Hildur, Kobbi, Sigrún, amma og Guðrún komu öll í brúðkaupið og það var yndislegt að hitta þau öll á sama tíma, en brúðkaupið fór fram á Cape Cod á heimili tengdaforeldra (annað sem maður er að venjast, er að tala um foreldra Catherine sem tengdó) minna. Þetta var látlaus athöfn sem tók ca. 20 mínútur allt í allt. Við fengum Justice of the Peace í heimsókn til ap sjá am athöfnina, og endurskrifuðum fyrir hann, ræðuna sem hann flytur í upphafi athafnarinnnar, aðallega til þess að losna við allar tilvísanirnar í guð og kristna trú, en við vorum bæði alveg með það á hreinu að gifta okkur ekki í krikju og að vera ekki að láta trúarbrögð vera að þvælast fyrir. Þess vegna var kjörið að gera þetta bara í stöfunni hjá André og Lise, foreldrum Catherine. Veðrið þarfa var yndislegt og við syntum í sjónum, fórum að veiða (Kobbi varð reyndar sjóveikur) og fjöslkyldurnar náðu að kynnast aðeins, en fram að þessu höfðu foreldrar okkar aldrei séð hvort annað. Ég held að það hafi komið öllum á óvart hversu vel öllum kom saman, þó svo maður hafi ekki átt von á neinu veseni. Þetta gekk bara alveg eins og maður vonaðist, og það er sjaldgæft.
Nú er maður aftur kominn í vinnuna. Í síðustu viku var leiðtogafundurinn hérna í upphafi allsherjarþings og ég tók mér frí mestan hluta vikunnar, enda voru öryggisráðstafanir svo yfirgengilegar að það tók því varla að þvælast í gegnum þetta allt saman bara til þess að stija á hálf tómri skrifstofunni hérna. Auk þess voru flest okkar hvött til þess að vera ekkert að mæta í vinnuna hvort sem er, aftur vegna öryggisráðstafana. Leiðtogafundurinn var svo hálfgert anticlimax eins og reynslumeiri menn en ég höfðu spáð fyrir um. Lítið sem ekkert af viti var ákveðið og Ameríkanar drugu sumar af hörðustu breytingartillögum til baka, en Kanarnir virtust á tímabili vera algerlega á móti nokkrum tilvísunum í þúsaldarmakmiðunum, sem eru markmið í átt að því að bæta kjör þeirra allra fátækustu. Lítið varð úr tillögum um að gera endurbætur á SÞ og enn minna varð úr hgumyndum um að fjölga í öryggisráðinu. Það eina sem virðist hafa gengið upp var að breyta Mannréttindanefndinni og að setja upp Peacebuilding Commision, sem eru að vísu skref í rétta átt. Við hérna í félagslegri þróun höldum okkar vinnu áfram eins og ekkert hafi í skorist, enda tókum við engan þátt í leiðtogafundinum. Svo í gær fór allt rafmagn af í höfuðstöðvunum þannig að við fengum að fara heim snemma. Mér leið eins og ég væri aftur kominn í grunnskóla. Rafmagnslagnir í aðalbyggingunnu er víst í afar slæmu ástandi og það er ein af mörgum ástæðum fyrir því að það stendur til að taka aðabygginguna í gegn, en ekkert ennþá vegna þess að tilskilin leyfi fást ekki frá New York fylki til að byggja nýja byggingu við hliðinni á aðalbyggingunni þar sem starfsemin myndi flytjast á meðan á endurbótum stæði. Það er afar nauðsynlegt að taka húsið í gegn enda er húsið fullt af asbestos auk þess sem margt annað er að. Repúblikanara hérna eru hins vegar á móti öllu slíku og fara ekki leynt með það að þeir eru að hefna sín á SÞ vegna ummæla Kofi Annan um stríðið í Íraq þegar hann sagði (réttilega) að innrásin stangaðist á við alþjóðalög. Þess vegna er alltaf af og til talað (aðallega í gríni) um að best væri bara að flytja höfuðstöðvarnar eitthvað annað, eins og til dæmis Osló, enda eiga Norðmenn nóg af peningum til að standa á bak við bygginagarkostnaðinn. Mér fyndist reyndar sniðugra ef að stjórnmálamenn í New Jersey byðu SÞ upp á pláss til að byggja á. Þannig yrðu höfuðstöðvarnar ekki fluttar burt frá Bandaríkjunum (sem gæti haft afdrifaríkar afleiðingar), en myndu samt fá að flytja í almennilegt húsnæði, auk þess sem þetta væri hressileg vítamínssprauta fyrir efnahag NJ. Slíkt boð myndi allavegana setja pressu á pólitíkusa hér í NY. En eins og oftast með málefni SÞ, þá er líklegast að ekkert gerist á næstunni og að þetta muni allt taka drjúgan tíma. Ég held að þolinmæði sé mikilvægasti eiginleikinn sem starfsmenn hérna þurfa á að halda.
Ég set svo upp myndir af brúðkaupinu þegar ég fæ þær, en skilanlega, þá tók ég lítið af myndum sjálfur.
5.9.05
Brúðkaup
Ég er farinn á Cape Cod að gifta mig. Mamma, pabbi og Hildur eru komin í heimsókn og hafa verið hérna undanfarna tvo daga. Svo förum við norður og hittum Kobba og Sigrúnu ásamt ömmu og Guðrúnu og svo fjölskyldu hennar Catherine. Við verðum svo aðeins saman, fjölskyldurnar tvær. Við karlarnir ætlum saman út að veiða einn daginn og á meðan hittast konurnar og hafa s.k. shower fyrir Catheirine. Ég vona bara að einhver okkar nái einum túnfiski. Svo fer brúpkaupið fram á laugardegi heima hjá forledrum hennar Kötu. Við fáum dómara í heimsókn til að sjá um athöfnina, og svo er þetta búið. Förum út að borða og svo heim aftur til foreldranna, þar sem við munum sjálfsagt halda eitthvað áfram að drekka og kjafta.
Degi síðar förum við til Boston þar sem við verðum eina nótt á hóteli áður en við komum aftur til New York þar sem vinnan bíður okkar. Við förum ekki í neina brúðkaupsferð fyrr en kannski einhverntímann í janúar. Svo er stefnan tekin á að koma heim til íslands og hafa almennilegt partí næsta sumar. Ég er þegar farinn að hlakka til þess. Ég sé ekki fram á að skrifa neitt hérna fyrr en að viku liðinni. Svo koma myndir á myndasíðuna, en það er tengill á hana hér á hægri hönd síðunnar.
Degi síðar förum við til Boston þar sem við verðum eina nótt á hóteli áður en við komum aftur til New York þar sem vinnan bíður okkar. Við förum ekki í neina brúðkaupsferð fyrr en kannski einhverntímann í janúar. Svo er stefnan tekin á að koma heim til íslands og hafa almennilegt partí næsta sumar. Ég er þegar farinn að hlakka til þess. Ég sé ekki fram á að skrifa neitt hérna fyrr en að viku liðinni. Svo koma myndir á myndasíðuna, en það er tengill á hana hér á hægri hönd síðunnar.
Subscribe to:
Posts (Atom)