Yfirleitt held ég að fólk sé mun stressaðra yfir allri þessari vitleysu á leiðinni heim, heldur en á leiðinni í vinnuna - það á allavegana við um mig. Það var tvisvar sinnum næstum því keyrt yfir mig á leiðinni heim í gær, umferðin var miklu verri og það lá alveg í loftinu hversu pirraðir margir voru orðnir. Þessi fílingur um að það væri bara skemmtileg tilbreyting að labba eða hjóla í vinnuna var alveg horfinn. Í staðinn var óþolinmæði í garð samborgaranna ríkjandi. Þetta verður sjálfsagt svipað í kvöld.Svo veit maður ekkert hversu lengi þetta mun standa yfir. Það er greinilega heilmikil harka í samningarviðræðum og hér er bara rætt um að fylkisstjórinn George Pataki geti komið inn og miðlað málum. Hér er engin staða ríkissáttasemjara, enda eru stéttarfélög mun veikari hér en á Íslandi og minna um svona uppákomur. Svo er þetta verkfall ólöglegt. Opinberir starfsmenn mega ekki fara í verkföll. Verkalýðsfélagið er sektað um $1 miljón á dag hvern sem verkfallið stendur yfir auk þess sem starfmenn eru sektaður um tveggja daga tekjur fyrir hvern dag sem þau eru í verkfalli. Svona er þetta hérna í landi frelsisins.

No comments:
Post a Comment