Ég er farinn á Cape Cod að gifta mig. Mamma, pabbi og Hildur eru komin í heimsókn og hafa verið hérna undanfarna tvo daga. Svo förum við norður og hittum Kobba og Sigrúnu ásamt ömmu og Guðrúnu og svo fjölskyldu hennar Catherine. Við verðum svo aðeins saman, fjölskyldurnar tvær. Við karlarnir ætlum saman út að veiða einn daginn og á meðan hittast konurnar og hafa s.k. shower fyrir Catheirine. Ég vona bara að einhver okkar nái einum túnfiski. Svo fer brúpkaupið fram á laugardegi heima hjá forledrum hennar Kötu. Við fáum dómara í heimsókn til að sjá um athöfnina, og svo er þetta búið. Förum út að borða og svo heim aftur til foreldranna, þar sem við munum sjálfsagt halda eitthvað áfram að drekka og kjafta.
Degi síðar förum við til Boston þar sem við verðum eina nótt á hóteli áður en við komum aftur til New York þar sem vinnan bíður okkar. Við förum ekki í neina brúðkaupsferð fyrr en kannski einhverntímann í janúar. Svo er stefnan tekin á að koma heim til íslands og hafa almennilegt partí næsta sumar. Ég er þegar farinn að hlakka til þess. Ég sé ekki fram á að skrifa neitt hérna fyrr en að viku liðinni. Svo koma myndir á myndasíðuna, en það er tengill á hana hér á hægri hönd síðunnar.
5.9.05
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Til hamingju bæði tvö. :-)
Post a Comment