Annað sem mér finnst magnað að sjá er reiðif fólks almennt og sérstaklega reiði blaðamanna sem eru þarna í Louisiana og í kring. Það eru nánast allir brjálæðir yfir skeytingarleysi yfirvalda. Anderson Cooper á CNN gat greinilega ekk leynt reiði sinni þegar hann tók viðtal við þingmannsfífl frá Louisiana. Bush hefur ekki enn farið á svæðin, en ég held að hann hafi flogið yfir New Orleans í fyrradag. Í gær flutti hann ræðu til landsmanna sem var ótrúlega slök, rétt eins og hann gerði sér enga grein fyrir alvöru málsins. New York Times leiðarinn í dag fjallar um ræðuna. Annars er netið troðfullt af umfjöllun um ástandið og þetta er allt saman á sömu leið. Meira að segja fjölmiðlar sem yfirleitt styðja Bush taka undir gagnrýnina, enda ekki annað hægt. Ég hef að vísu ekki kíkt á Fox News enn sem komið er.
Að lokum hefur fellibylurinn komið hinu ofboðslega óréttlæti og fátækt í þessu samfélagi upp á yfirborðið. Nánast allir þeir sem þjást mest vegna Katrínar eru fátækt svart fólk. Í daglegu amstri hugsa Bandaríkjamenn ekki um hinn óhugnanlega ójöfnuð hérna þar sem svart svart fólk vinnur við það að þjóna hvítu fólki. Fari maður inn á MacDonalds, Starbucks eða Dunkin Donuts, þá er það nær undantekningarlaust svört manneskja sem þjónar manni. Fái maður vörur sendar heim eru það svartir ungir menn sem bera kassana fyrir mann. Á golfklúbbunum, hótelunum og líkamsræktarstöðvunum hér í Bandaríkjunum er það upp til hópa svart fólk sem þrífur skítinn undan hvítu fólki. Allt þetta fólk fær borgað lágmakrslaun fyrir vinnu sína og það lifir í fátækt.
Svo núna, þegar engin aðstoð berst, þá leggja yfirvöld meiri áherslu á að koma í veg fyrir að fólk brjótist inn í verslanir, heldur en að bjarga deyjandi fólki. Þegar fréttir bárust af þjófnaði ákváðu yfirvöld í fyrradaga að skipa öllum lögreglumönnum að einbeita sér að því að stöðva þjófnað, og hætta öllum björgunarstörfum. Það er semsagt mikilvægara að verja vörur inni í verslunum, heldur en að bjarga deyjandi fólki...
No comments:
Post a Comment