13.11.06

Giuliani á leið í framboð

Það lítur út fyrir að Rudy Giuliani sé á leiðinni í forsetaframboð fyrir Repúblíkanaflokkinn. Hann er allavegana búinn að taka fyrsta skrefið og stofna the Rudy Giuliani Presidential Exploratory Commitee Inc. sem gerir honum kleift að safna fé fyrir framboðið. Eftir úrslit síðustu kosninga hljóta hófsamir repúblíkanar að vera afar spenntir fyrir möguleikum sínum, enda höfnuðu kjósendur harðlínustefnu hægrimanna.

Við getum fastlega búist við því að heyra svipaðar fréttir frá John McCain og George Pataki, en ég held að sá síðarnefndi eigi ekki séns. Svo kemur að því að Barack Obama lýsi yfir framboði. Hann er það vinsæll núna að hann getur ekki annað en látið reyna á þetta. Það er aldrei að vita hver staða hans verður eftir 4 ár, á meðan hann veit það að hann á mjög góða möguleika núna. Hann getur hreinlega ekki tekið sénsinn á því að fara ekki fram.

Hins vegar er ómögulegt að segja til um Hillary Clinton. Henni er smám saman að takast að bæta ímynd sína, en ég held samt að hún eigi ekki séns á að vinna. Hún á reyndar mjög góðan séns á að vinna prófkjörið og verða frambjóðandi demókrata, en ég held að hún sé ennþa svo illa liðin á hægri vængnum að forsetaframboð hennar myndi tryggja gífurlega mikla þáttöku hægrimanna. Það eru einfaldlega ofboðslega margir Ameríkanar sem hreinlega þola hana ekki! Svo er hún kona. Það er ljótt að segja þetta, en ég held að Ameríkanar séu ekki tilbúnir til þess að velja konu sem forseta.

Við munum fyrr sjá svartan mann sem forseta heldur en konu. Ég held nefnilega að umræðurnar fyrir nokkrum árum um Colin Powell sem hugsanlegan forsetaframbjóðenda hafa orðið til þess að plægja akurinn og ég held að þjóðin sé til í að kjósa svartan mann í embættið. Obama vs. McCain gæt orðið spennandi barátta.

No comments: